mánudagur, desember 22, 2008

...maturinn á Skaftfelli var æðislegur, Nikolas kann þetta sko alveg og við fórum heim mett og sæl og sæt auðvitað líka. Ég fékk reynar alveg herfilegan hausverk rétt áður en við fórum heim svo ég fór bara í bólið þegar heim var komið í staðinn fyrir að fara með stelpunum að spila. Skruppum svo til Egilsstaða í gær til aðleggja lokahönd á jólagjafakaupin. Dawid var mjög snöggur að kaupa gjöfina mína...nú er bara að bíða og sjá hvað það er! Fékk annað hausverkjakast á leiðinni heim frá Egils og varð aðleggja mig þegar ég kom heim. Ekki gaman enda fylgdi þessu pirringur og ég gerðist frænka Hurðaskellis í smá stund, en mjög stutta stund. En gleðin var sú að Dawid málaði hilluna, loksins, loksins er hún orðin hvítleit og fín eftir langa bið og mikið tuð.

Er bara í vinnunni núna að drepast úr þreytu því ég hvíldist of mikið um helgina, allt er gott í hófi er víst sagt...

Engin ummæli: