mánudagur, febrúar 09, 2009

...þá eru dagarnir í borginni að baki. Við hjónaleysin eru stálslegin, ekkert alvarlegt sem læknarnir gátu sett útá...sem betur fer. Höfðum það alveg hrikalega notalegt í borginni, út að borða öll kvöld og í hádeginu, kebab, KFC, grillhúsið, Eldsmiðjan, Madonna...*slurp*!!! Skelltum okkur líka í bíó á Slumdog Millionare (Viltu vinna milljarð) sem var smá misheppnað hjá okkur því við vissum ekki að hluti myndarinnar var á indversku en ég reyndi að þýða það mikilvægasta. Svo var keila (ég vann leik í fyrsta skiptið!!!) og verslað smá, kaffihús og kósý kvöld með einn bjór í hönd og gott spjall. Margt sem okkur langaði að gera en sumt af því er skemmtilegra að gera þegar fer að hlýna eins og að fara að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið (það er náttúrulega heitt svo það skiptir kannski ekki máli hvernig veðrið er). Er að plana að koma aftur í borgina í sumar og vera þá amk heila viku með íbúð og túristast þá svolítið og fara td á söfn og svoleiðis. Held að það væri bara gaman fyrst það verður sennilega ekkert farið til útlanda nema flugfélögin komi með einhver ofurtilboð sem er ekki hægt að sleppa. Mér finnst svo gaman að fara í svona smá ferðir með Dawid og vona að við getum skellt okkur í einhvern smá skreppitúr fljótlega aftur.

Annars er lífið bara eins og venjulega, gott og skemmtilegt og leikur við mig...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð velkomin í borgina hvenær sem er! Takk fyrir góða helgi, þó hún hafi verið stutt....

Nafnlaus sagði...

Mundu bara að fara á sægreifann í sumar...túrhestast í humarsúpu mmmmmm
G.hrænka