mánudagur, júlí 21, 2008

...þá er Lunga helgin búin og ég var bara rosalega stillt og góð stelpa. Var hjá mömmu og pabba að spjalla á föstudagskvöldinu og skrapp svo aðeins út að hitta stelpurnar en stoppaði ekki lengi og bara heim að sofa. Á laugardaginn var svo planað matarboð hjá Örnu og við búin að kaupa allt í það en svo var ég bara engan vegin upplögð í það, hálf þunglynd og þreytt og í andfélagslegustuði svo ég var bara leiðinleg og var heima og fór snemma að sofa. Vaknaði snemma á sunnudeginum, fór í sturtu og svo bara brummmm á Borgarfjörð. Hafði aldrei komið þangað svo ég muni eftir svo þetta var alveg rosalega gaman. Falleg náttúran á leiðinni og góður félagskapur frá Dawid og geilsaspilaranum. Á Borgarfirði er svo ofboðslega fallegt, ég varð alveg undrandi og ofboðslega kósí og notalegt. Við skelltum okkur á Álfacafé og fenum okkur að borða og köku og kaffi á eftir og keyptum svo nokkra minjagripi til að taka með til Grikklands. Þar hittum við Þóru frænku mína og fjölskylduna hennar en þau búa á Sauðárkróki og ég hef ekki séð þau síðan 2003! Það var mjög gaman að sjá þau og sérstaklega krakkana en þau 2 yngri hafði ég aldrei séð nema á mynd. Svo skelltum við okkur á rúntinn og fórum að höfninni og skoðuðum fuglabjargið og tókum myndir af því fallega sem við sáum...hvort öðru... ;) Skelltum okkur svo á hitt kaffihús bæjarins og fengum okkur kaffibolla og að pissa áður en við brunuðum heim aftur með stoppi í Bónus á Egilsstöðum.

Í dag var svo aftur farið til Egilsstaða að kaupa sólarvörn fyrir Grikkland. Rosasterka og hrukkubana vörn fyrir andlitið, sterka fyrir líkamann og after-sun. Hefði kannski alveg getað keypt þetta í fríhöfninni en ég nenni ekki að vera með eitthvað prógramm þar, langar bara að dandalast um og kaupa óþarfa!! :D Svo skillst mér að það muni ekkert svo miklu orðið á verði í landi og í dutyfree.

Svo er bara Danmark eftir nokka daga. Veit ekki alveg hvort við förum norður á fimmtudeginum eða föstudagsmorgun en ég vona að það verði ekki fyrr en á föstudeginum því vika án elskunnar hljómar ekkert voðalega spennandi þó ég lifi það alveg af...

Engin ummæli: