laugardagur, september 27, 2008

...búin að skrifa við myndirnar hennar mömmu frá Danmörku, gerði það í vinnunni í gær þegar ég var búin að gera allt sem ég átti og þurfti að gera þar.

Er komin með æðislega flotta tísku stutta klippingu. Ása klikkar aldrei á hárinu mínu, aldrei, ALDREI!!! Ég er bara búin að fá hrós fyrir nýja lúkkið og það sem skiptir mestu máli er að ég og Dawid erum ánægð. Skiptir auðvitað mestu að ég sé ánægð en það er líka voða gott að honum finnist ég ennþá sæt! :)

Fór svo að sofa klukkan hálf 21 í gærkvöldi. Ætlaði bara aðeins að leggja mig en þegar ég vaknaði klukkutíma seinna var Arek komin í heimsókn svo ég ætlaði að leggja mig aðeins meira og vaknaði ekki fyrr en Dawid kom í bólið svo ég svaf bara til morguns.

Fór svo í Samkaupfélagið í dag og keypti mér súkkulaði og köku. Má alveg á nammidögum sko! Hárið á mér var alveg beint upp í loftið svo ég þurfti annað hvort að skola það eða finna húfu. Ákvað að finna húfu bara í hvelli og vera úfin í dag. Man núna afhverju ég var kosin úfnasta manneskjan í Svíþjóð 2 ár í röð!

Svo er kökuafmælið hennar Gullu í kvöld *mjamm mjamm*, frétti af smarties, hrískúlum, rjóma og kexi líka svo við ættum að fara glöð heim með glaða malla...

Engin ummæli: