miðvikudagur, desember 26, 2007

...þó það séu jól get ég bara ekki sofið út! Þurfti að neyða sjálfa mig til að sofa til 9 í morgun. Þetta er auðvitað ekki hægt og ætti að vera bannað.
Auðvitað var aðfangadagur yndislegur. Bar út kort og pakka, fór í jólagraut, bar út kort með Gyðu, slappaði af, var illt í maganum, sofnaði aðeins, borðai besta jólamatinn, opnaði frábærar gjafir og fékk hele föðurfjölskylduna í heimsókn. Allt eins og það átti að vera fyrir utan magakrampana en það er nú ok fyrst allt hitt var í lagi. Fékk 1 bók í jólagjöf, pasmínusjal, smá glingur, 2x litla care bears, Georg Jensen jólaskraut, tösku, tölvuleik, dvd mynd, bók með myndum af mér og vinum mínum, sokka, inninskó og peninga. Svo á ég 2 pakka í borginni og svo fengum við Gunnar Soda Stream-vél saman frá tengdó. Eins og þið sjáið get ég ekki kvartað yfir þessu, óvenjumargar gjafir og allar voðalega góðar! :) Svo var árlegt jólaboð hjá Lillu og Gunnsa í gær og ég borðaði helling af heitri aspas-rúllu, meina fæ bara svoleiðis einu sinni á ári. Fór svo heim og lagði mig til...11 um kvöldið...ahhhh gott að lúlla. Smá jólarúntur með Gyðu og Klemensi og svo bara að kveðja Gyðuna sem er á leiðinni aftur til Danmerkur að hitta ástina sína einu og fara í skóla. Í dag hefur verið afslöppun en ekkert lúll, skrapp til ömmu og hef svo bara hangsað yfir tölvuspili og sjónvarpi. Er samt hætt að hafa þolinmæði í að glápa mikið á sjónvarpið en hver veit kannski lagast það þegar við fáum loksins útsendingu í kjallarann okkar. En samt, er það eitthvað sem maður vill að lagist? Í kvöld koma svo amma og Óli að borða hjá okkur og svo er bara bjór og gaman í alla nótt. Annar í jólum er löglegur djammdagur, held meira að segja að það standi í nýja dagatalinu mínu frá Glitni...


...þessi fór í dag og verður sárt saknað en næ vonandi að hitta hana þó það verði ekki nema einn dagur næsta sumar...



...þessi á afmæli í dag og hennar og familíunnar er líka sárt saknað og maður finnur mest fyrir því á svona stundum en í sumar fæ ég kannski að hitta þau öll... :)

1 ummæli:

Goa sagði...

Æi, hjartað mitt...þessi hlýtur nú að vera fimmtug...eða full...*hlær*
Fullt af kossaflensi til ykkar allra og sorry hvað ég var stressuð þegar þið hringduð! Ég var svooo glöð að heyra í ykkur!!
Hugur minn er hjá ykkur...alltaf!