mánudagur, júní 23, 2008

...sit hérna sveitt og rjóð í kinnum eftir að hafa verið svo góð að taka íbúðina hans Dawids í gegn til að koma honum á óvart. Ekki það að hann sé ekki duglegur að taka til og gera allt sem þarf að gera en stundum langar mann bara að vera extra góður við elskuna sína sem vinnur alltof mikið.

Var í borginni í síðustu viku frá mánudegi til föstudagsmorguns. Hitti nokkra góða vini en náði ekki að hitta suma því miður, Madda Stína mandarína var ein af þeim og mér fannst það mjög leiðinleg en tíminn bara flaug. Þetta var heldur engin skemmtiferð þar sem ég fór sérstaklega til að pakka dótinu mínu niður. Gunnar var svo góður að taka sér frí í vinnunni einn dag til að hjálpa mér og í staðinn gaf ég honum morgunmat, ís og kvöldverð á Taco Bell. Held að honum hafi ekkert fundist það leiðinlegt. Svo er bara að bíða eftir að dótaríið komi og finna stað fyrir það. Ég bý auðvitað hjá mömmu og pabba en þar er ekkert pláss fyrir aðrar búslóð. Svo er ég alltaf hjá Dawid en ég kann ekki við að troða öllu á hann fyrr en hann bíður mér opinberlega að búa hjá sér. Ætla samt að láta hann nota þvottavélina mína þar sem sú sem fylgir með íbúðinni er frekar þreytt og það þarf alltaf að hjálpa henni á næsta kerfi!!

Mér er reyndar boðið að taka road-trip með Örnu í borgina í næstu viku en ég held að ég láti ekki verða að því. Þarf að spara peningana mína fyrir utanlandsferðirnar mínar og svo hef ég í rauninni ekkert að gera í Reykjavík akkútat núna, er samt byrjuð að plana ferð suður í haust eða í síðastalagi í desember og þá ætlar Dawid að koma með og kynnast borginni aðeins.

En sýnist gólfið vera orðið þurrt svo þá er kominn tími á sturtu...

1 ummæli:

Magdalena sagði...

Auðvitað er þér fyrirgefið mín kæra, ætlaði bara að sjá í nefið á þér ef þú hefðir tíma :) Svo áttu náttúrulega alltaf svona 30 geisladiska eða svo í kassa hjá mér sem vonandi komast til heimkynna sína áður en geislaspilarinn verður úreltur :P
Bíð bara súperspennt eftir næstu borgarferð (þá verð ég orðin meira miðsvæðis, erum að flytja á Háteigsveginn) eða hver veit nema maður eigi leið framhjá Seyðó einhvern daginn... maður veit víst aldrei framtíð sína :D
*knús*
/madda