laugardagur, júní 28, 2008

...jájá ég veit að ég á að vera sofandi en svona er þetta bara! Dawid er auðvitað steinsofnaður fyrir langa löngu enda er hann oft mjög þreyttur eftir mjööööög langa vinnudaga. Ég aftur á móti dunda mér við að leika húsmóður hérna megin og skoppa svo yfir á nr.3 og leik dekraða dóttur þar. Svona gengur þetta fram og til baka alla daga og mér finnst þetta bara mjög fínt! :) Hvort þetta breytist eitthvað í haust kemur bara í ljós, jábbs allt með kalda vatninu þið vitið. Húsmæðraðist í búðina í dag og bakaði svo pizzu, svaka dugleg, já ég veit!! Matseðill helgarinn er svo fiskur á morgun og pestó kjúlli á sunnudaginn. Dawid pantaði hann, varð svo yfir sig hrifinn af kunnáttu minni í eldhúsinu þegar ég töfraði þennan "erfiða" rétt fram síðast! ;)

Núna er ég aðeins farin að finna fyrir því að það styttist í utanlandsferðirnar mínar. Byrjuð að telja niður í huganum en lofa að byrja ekki hérna fyrr en það verður ennþá styttra í þetta allt saman. En jeij hvað ég hlakka til. Er samt ekki eins og sumir, sem ég nefni ekki á nafn, sem verða þunglyndari eftir því sem styttist í ferðalagið til Póllands þó hann hlakka óskaplega mikið til!! Öfugsnúið...ég veit!! Getur einhver getið hver þetta er?? Held að skytturnar ættu að vera mjög heitar í þessari getraun!

Ahhh fór í leikhús áðan, það var heimsfrumsýning á "Kinkí, skemmtikraftur að sunnan" eftir Benóný Ægisson og í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Þetta var mjög skemmtilegur einleikur í mjög afslöppuðum dúr en ég er sorgmædd hvað það mættu fáir. Ekki nema 25-30 hræður létu sjá sig. Mörgum fannst víst mikilvægara að styrkja fótboltaliðið með nærveru sinni á þeirra fyrsta heimaleik og þau um það. Þeim finnst ég örugglega líka hafa misst af miklu að hafa ekki húkt úti í rigningu og roki, gólandi og gargandi þegar ég gat sitið róleg inni í hitanum með bjórglasið mitt! Ég dæmi engann en ég veit hvoru mér finnst meira vit í...

Engin ummæli: