...þá er kominn þriðjudagur, ákaflega skýr og fagur eða tja já það virðist amk vera að birta til! :) Ég er syfjuð því ég gat ekki sofið í nótt, velti mér og bylti og fannst ég aldrei fá nóg pláss. Dawid getur stundum verið svolítið plássfrekur í litla rúminu okkar. Var að hugsa um að senda hann fram í sófa, þeirri hugdettu að ég færi sjálf í sófann laust aldrei niður. Ég í sófanum nehhh heiij!!! En Óli (lokbrá, ekki læknir sko) kom að lokum í heimsókn og sáldraði svefnryki í augun á mér. Mig dreymdi að ég væri að kaupa mér peningaveski í einhverjum sölubás eða sjoppu. Labbaði svo aðeins og keypti mér annað veski og var mikið passa að fólkið sem ég var með mundi ekki taka eftir því og færi ekkert að kommenta um þessi óeðlileg miklu peningaveskjakaup. Vona að það boði eitthvað gott í budduna! :)
Var áí yoga og á spark í rassinn námskeiðinu í gær og það var aldeilis sparkað í rassa þar. Hélt að það kæmi gat á lungun á mér svo mikið lét Eva okkur púla. Eftir á var ég alveg búin á því en svo glöð og ánægð og full af vellíðan að þegar ég var búin að jafna mig lungnalega séð gat ég bara ekki stoppað, bara talaði og talaði og var svo hamingjusöm. Kannski þessvegna sem ég gat ekki sofnað, of mikil gleði og endorfín á fullri ferð. Er svo ánægð að vera að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og líkamann minn og er svo stollt að hafa drifið mig af stað þó ég hefði engan til að halda í höndina á...
2 ummæli:
Ég er líka rosa stolt af þér að byrja í þessu, ég veit hvað það getur verið erfitt að fara einn að gera eitthvað svona, en manni líður á móti MIKLU betur við að gera eitthvað =) HLakka til að hitta þig og hlusta á þig endalaust !
Dugnaður í þér stelpa.. ég finnst ég bara dugleg að nenna að labba í búð hehe verð líka ekkert móð við að labba þangað ekki neinar brekkur á leiðinni:)
Gaman að lesa bloggið hjá þér og hafðu það sem best skvís:)
Skrifa ummæli