fimmtudagur, janúar 29, 2009

...þá er afmælið hennar Röggu liðið og Þorrablótið líka. Fór svo ekkert í afmælið hennar Röggu en skrapp til hennar daginn eftir með gjöfina og fékk kaffi og með því og notalegt spjall. SVo var Þorrablótið síðustu helgi og það var vægast sagt alveg frábært. Maturinn klikkar ekki, skemmtiatriðin voru mjög góð og félagskapurinn sem ég var í var meiriháttar. Svo var dansað og drukkið fram á rauða nótt. Við Dawid tókum nokkrar mjög fagmannlegar sveiflur og svo dansaði ég fullt við pabba gamla, alltaf jafn gaman að því, milli þess sem ég sat við borðið okkar og átti mjög merkilegar samræður! ;)

Um þessa helgi er ekkert útstáelsi planað, en ætla að elda einhver góðan mat og kannski baka eina franska súkkulaðiköku handa Dawid því hann átti afmæli sama dag og Þorrablótið var. Verð að vera smá góð við hann. Gaf honum þráðlausan stýripinna fyrir tölvuna sem hann er mjög ánægður með. Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd því núna er hann alltaf að spila Fifa!!

Helgina 6.-9.feb verðum við hjúin svo í borginni. Þurfum aðeins að læknast og svo bara að hafa það gott. Ætli við reynum ekki að hitta nokkra útvalda og fara eitthvað út að borða og svona fínerí, kannski bíó en svo má ekki gleyma að aðalatriðið er bara að hafa það gott og eiga notalegar stundir saman...

Engin ummæli: