miðvikudagur, október 22, 2008

...rólegur dagur á skrifstofunni. Það er svo sem nóg að gerast í kringum mig, ungbaraeftirlit og augnlæknir og ég veit ekki hvað og hvað en ég er búin að gera það sem ég get gert, amk í bili.

Lífið hefur verið rólegt undanfarið. Hef bara verið að einbeita mér að því að reyna að lifa heilbrigðu líferni, mæta í ræktina og svona. Erfiðast er að nýjasta æðið er skyr með sykri og það miklu af honum. Hef verið að reyna að finna afsökun fyrir að mæta ekki í yoga og á námskeiðið í kvöld síðan ég vaknaði. Veit samt að ef ég mæti verð ég rosalega ánægð með sjálfa mig, líður vel á sálinni og verð einu skrefi nær markmiðinu mínu. Þið sjáið að þetta er erfitt mál leti vs. að ná markmiðum sínum.

Fór til augnlæknis í gær og allt í fínum málum þar sem betur fer. Núna er ég með miklar og langar rökræður í huganum um hvort ég eigi að kaupa mér ný gleraugu eða ekki. Hef efni á því - held ég! Er búin að vera að reikna og allt lítur vel út en hin hliðin er að ég var búin að tilkynna að ég mundi ekki kaupa mér ný gleraugu ef ég þyrfti að skipta heldur bara skipa um gler. Svo þetta mál er eingöngu hvað mig langar vs. hvað ég þarf. Hvað mig langar er að vinna eins og er en hvað ég þarf hefur samt sterk rök.

Þar sem ég hef verið litla góða (skrifaði fyrst sóða) stelpan síðustu 2 helgar er ég að hugsa um að fara út þessa helgi. Ekkert alvarlegt, bara smala einhverju liði á Láruna og fá sér 1 til 2 öllara. Nenni engu meiru en það. Er að verða svo stabíl í ellinni...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En ég verð ekki komin heim þessa helgi! Og kannski ekki þá næstu heldur Sóða stelpa =) En þegar ég kem þá verður djamm, því enginn veit hvað sú dvöl verður löng, kannski 2 vikur kannski lengur en Frakklandsdvölin, hver veit??

Heyri í þér seinna :* Knús og kossarllæælæl

Sorry, það var súkkulaði á lyklaborðinu :/