föstudagur, nóvember 14, 2008

...ég er búin að vera löt síðan í síðustu færslu. Nenni bara ekki nokkrum sköpuðum hlut, bara alls engu, nada!! Píni mig til að halda íbúðinni sæmilegri, það er allt og sumt, og tekst það varla. Þegar ég dragnast fram úr bælinu á morgnanna hugsa ég um það hvað sé langt þangað til ég get laggst í það aftur. En frá og með mánudeginum tek ég mér tak og sparka í mig, hvort sem ég verð liggjandi eða standandi og dreg mig í yoga. Hef bara gott af því eftir allt of langa leti.

Síðasta helgi var...surprise...letihelgi. Dawid skellti sér í heimsókn á föstudagskvöldið og ég svaf. Á laugardaginn svaf ég og um kvöldið þegar Dawid fór til strákanna og fékk sér í glas svaf ég eins og steinn. Var samt vöknuð þegar hann kom heim eftir allan hasarinn á Lárunni en það er önnur saga. Langar alveg að skrifa um það hérna en veit ekki hvort það er viðeigandi. Forvitnir geta bara haft samband.

Þessa viku hef ég eins og áður sagt legið í leti þegar ég er ekki að vinna. Skellti mér samt 2x í Egilsstaði, 1x með stelpunum og 1x með Dawid til að fara í Bónus. Við stelpurnar ætlum kannski að fara aftur á morgun til að slæpast eitthvað en ég er samt ekki alveg viss. Langar svo a kaupa mér eitthvað en þegar ég var að skoða á mánudaginn sá ég margt flott en það var eins og ég gæti ekki ákveðið akkúrat áþeim tímapunkti hvort flíkin væri við mitt hæfi eða ekki svo ég mátaði ekki neitt. Kannski verður stuðið betra á morgun. Keypti mér samt skyrtu í gær í Prýði hérna á Seyðisfirði. Var alltaf að skoða þessar skyrtur en sá bara of stórar. Sagði svo eitthvað um þetta þegar ég var þar í gær og Eygló bara stökk á bakvið og náði í eina sem smellpassaði þannig að núna er ég stolltur skyrtueigandi! :)

Svo er meiningin að fara í bíó í kvöld. Það eru myrkir dagar á austurlandi svo það er afturganga kl 20 (öll ljós slökkt og skrúðganga í myrkri með vasaljós) og svo spennutryllir í bíóinu. Á morgun ætlum við stelpurnar að láta strákana eiga sig og fara út að borða á Skaftfelli og gera okkur glaðan dag með mat og drykk. Leiðin liggur svo á draugadiskó á Öldunni seinna um kvöldið. Voða gaman að hafa svona eitthvað um að vera og um að gera að nýta sér það svo svona skemmtilegar hefðir deyji ekki út. Svo ætlar pabbi að bjóða í pizzu í kvöld svo það er alltaf eitthvað til að hlakka til...

Engin ummæli: