...tja hitt og þetta búið að gerast síðan síðasta færsla var rituð. Td fara með manninn minn til Reykjavíkur í aðgerð á kjálkanum. Hann fór í röntgen á mánudegi og á þriðjudagsmorgni vorum við í flugvél á leiðinni suður. Eftir kl 16 fór hann í aðgerðina og sólarhring síðar fékk hann að fara heim með sterk verkjalyf og sýklalyf í farteskinu. Á meðan hann var í aðgerðinni dró Klemens mig í jóla-Ikea og það var voðalega gott því þá var ég ekki að hugsa um Dawid á skurðarborðinu. Daginn eftir sat ég allan daginn hjá Dawid og stytti honum stundir en daginn eftir leið honum sæmilega svo við fórum og keyptum nokkrar jólagjafir og smotterí handa sjálfum okkur. Hann er voðalega bólginn ennþá þó það jafnist ekkert á við það hvernig hann leit út fyrst eftir aðgerðina. Eitt gott við þetta samt, amk fyrir mig, ég er búin að missa 3 kg síðan dawid kjálkabrotnaði því ég vill ekki vera að borða neitt sem hann gæti langað í og eina sem hann getur borðað eru skyr- og jógúrtdrykkir og fiskur og súpur svo það er mjög létt fæði á heimilinu. Versta er að hann sjálfur er að missa allt of mörg kíló og hann má alls ekki við því. Ég reyni að kaupa allt sem mér dettur í hug sem er mjúkt og gott og treð í hann en kílóin fjúka samt af honum!
En að örðu, nú ætla ég að fara að jólaskreyta. Ætla í bílskúrinn til Óla á eftir og finna skraut og fara að tína það smá saman upp. Dawid segist ekki vera neinn jólakarl og ég tilkynnti honum bara að ef honum líkaði ekki að búa í jólalandi þá gæti hann bara flutt út yfir jólin!! ;) Engin miskunn hérna! Mig langar í seríu í kringum útidyrahurðina því við höfum ekkert útiljós og maður sér ekki handa sinna skil á kvöldin en sé til hvað það kostar. Tékka á því næst þegar ég fer til Egilsstaða. Sá áðan að pabbi hafði verið duglegur í morgun og sett upp útiseríuna hjá þeim og mamma hafði hengt upp stjörnur í stofugluggana og ég varð svo hamingjusöm. Kannski þessi drungi og svefn sem er búinn að vera yfir mér undanfarið láti í minnipokann fyrir jólaljósum og skreytinum. :) Ég vona það amk...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli