þriðjudagur, desember 02, 2008

...ég er svo framkvæmdadauf þessa dagana. Ég veit að ég er alltaf að segja frá leti og þreytu en núna er ég eiginlega hvorugt en kem samt engu í verk. Finnst bara svo gott að kúra mig með bók að ég kem engu öðru í framkvæmd. Horfi ekki á sjónvarp eða hlusta á útvarp en ligg og les og les og les og tæti í mig hverja bókina á fætur annari og því blóðugri sem þær eru því hamingjusamari er ég! Kláraði einmitt Napoleonsskjólin eftir Arnald í gær og var bara sátt við hana, alltaf eitthvað að gerast. Var reyndar svolítinn tíma að komast inn í hana, eftir 50 bls var ég við það að gefast upp en ég hélt í vonina og það lifnaði yfir henni fljótlega.

Svo var ég eitthvað að tala um það um daginn að fara að jólaskreyta. Það heppnaðist ekki betur en svo að ég gleymdi kassanum með aðalskrautinu í bílskúrnum svo ég er bara búin að setja upp aðventustjakann, aðventuljós og eitt veggskraut, ekki mikið það en þetta kemur allt með kalda vatninu. Pabbi kemur í land á morgun og þá get ég farið og fundið síðasta kassann og byrjað að dúllast við þetta. Að skreyta er skemmtilegi parturinn en að þrífa púfffff...mér fallast hendur við tilhugsunina að skrúbba elhúsinnréttiningu og hurðarnar og þvo gardínur og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki það að ég sé svo brjáluð að halda að þetta tilheyri endilega jólunum en þar sem ég er búin að fresta þessu síðan 1. september ákvað ég að þetta yrði að gerast svo ég gæti haldið heilög jól. Kannski það verði bara engin jól í ár...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

smá forvitni hér frá danó, ertu hætt að vinna? en það hljómar vel að lesa og lesa....langar að liggja og lesa í staðin fyrir að hanga veik yfir lokaskilum:(
knús
móa

Sirrý Jóns sagði...

nei nei ekkert hætt að vinna en ligg öll kvöld og les... :) Er einmitt að slæpast í vinnunni núna, aldrei neitt að gera á miðvikudögum því þá er ungbarnaeftirlit sem kemur mér ekkert við... :)

Nafnlaus sagði...

þú ert nú heppin að eiga ekki heima í stærri íbúð ;)
gs

Nafnlaus sagði...

þú verður nú að halda uppi jólaheiðri okkar í familýunni og vera dugleg að skreyta eins og við hinar konurnar í ættinni hehe :O)

sendi kossa og knús til ykkar fyrir austan

Jóna frænka

Nafnlaus sagði...

ok þú verður að taka fram að þú vinnur og lest svo í FRÍtímanum þínum....ef maður má ekki lesa þá hvenær þá???? ;) njóttu skammdegisins með bók á nefinu, betra að lesa en bara að sofa. kossar móa

Nafnlaus sagði...

Öfund segi ég nú,, þá að hafa tíma til að lesa. ég les ekkert annað en barnabækur og þá helst þær sem eru nógu bleikar og prinsessulegar:) En hvernig var það ætlaðir þú ekki að kíkka norður í des?? eða er ég farin að eldast hraðar en aðrir?
Kveðja úr Skagafirðinum