laugardagur, maí 31, 2008

...hamingjan heldur áfram að blómstra og allt er yndislegt! :)

Um daginn fór ég í sólbað, hef ekki gert það í mörg ár og í alvörunni náði ég smá lit. Kannski finnst ykkur það ekkert merkilegt en fyrir hina skjannahvítu mig sem hefur ekki verið sólbrún síðan 1995 er þetta nokkuð mikið afrek. En sólin fékk ofbirtu í augun af mér og hefur ekki látið sjá sig síðan. Vona að hún jafni sig því ég verð að venja húðina aðeins við áður en ég fer til Grikklands.

Undanfarnir dagar hafa verið góðir með tíðum Egilstaðaferðum, nýr kjóll prýðir safnið mitt og rauður varalitur hefur það gott í veskinu mínu. Ég sá líka gamla vinkonu í gær sem leit svo vel út að ég bara gapti og ég samgleðst henni svo innilega. Hún hefur veitt mér innblástur í að losna við þessi fáu aukakíló sem "fegra" líkamann minn, þetta er greinilega hægt og kannski ekkert svo erfitt ef maður er bara ákveðinn og duglegur.

Það var partý í gær og við Dawid fórum en vorum gamla stillta fólkið sem fór heim fyrir miðnætti. Notalegt svona stundum þó ég sé mikið partýljón eins og allir sem mig þekkja vita. Enda þýðir ekkert að vera þreyttur í dag þegar sjómannadagshófið er. Matur, skemmtiatriði, spjall, drykkja og dans fram á rauðan morgunn.

Er að hlaða myndavélina svo ég geti losað hana fyrir kvöldið og ef það eru einhverja fínar myndir af fína og flotta kærastanum mínum getur bara vel verið að ég skelli einni inn, þið verðið nú að fá að sjá gripinn er það ekki?

Já lífið er yndislegt, var ég búin að segja ykkur það...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt að heyra hvað allt er yndislegt og skemmtilegt hjá þér. Styttist í að við flytjum austur...úhha. Svona er ég náttúrulega að útskrifast sem make up artisti þannig að ef þig vantar make up...hafa samband:-)

Nafnlaus sagði...

Úppss þetta er Hildur Jóna

Magdalena sagði...

ú mig langar að sjá mynd :) Svo langar mig að fá mail eða eitthvað... urg :D

kiss
MAdda