þriðjudagur, mars 18, 2008

...nei það er ekki netlaust í firðinum fagra en alveg nóg að stússast. Hef gert ýmislegt síðan síðasta færsla var skrifuð. Skrapp auðvitað í borgina og stoppaði í viku, fór á djammið með Herdísi þar og auðvitað var það alveg hrikalega skemmtilegt. Fór líka í bíó og út að borða og allt þetta sem maður gerir í borginni, já og versla ég verslaði smá, en bara pínu ég lofa. Fór svo heim degi fyrr en áætlað var því elsku amma mín fékk heilablóðfall. Við tóku nokkrir erfiðir dagar þar sem fjölskyldan varði að mestu leiti við rúmið hennar á sjúkrahúsinu. Sunnudaginn 24. febrúar lést hún svo á rólegan og kvalarlausan hátt. Við tók mikil sorg hjá öllum og erfiður tími þar sem amma var höfuð og herðar í fjölskyldunni. Laugardaginn 1.mars var hún svo jarðsungin og eftir það var smá kaffi fyrir fjölskylduna og nánustu vini. Núna er mesta sorgin horfin en við tók mikill söknuður sem á eftir að vera í hjartanu um lengri tíma.

Ég hef verið dugleg að stunda yoga hérna á Seyðisfirði og svo höfum við pabbi byrjað að fá okkur einstaka morgunagöngur þegar hann er í landi. Ég ákvað líka að vera með í leikfélaginu og fékk hlutverk svo nú taka við þrotlausar æfingar sem taka upp flest völd þar til í byrjun maí. Mjög spennandi ef ég segji sjálf frá, vona bara að það verði mætt vel á sýningarnar. Svo er ég kannski að fara í 1 til 2 daga til Akureyrar um páskana. Bara svona að sýna mig og sjá aðra, skreppa kannski í bíó og keilu og eitthvað svoleiðis ef tíminn leyfir. Og svo þarf ég sennilega að koma til borgarinnar eina helgi í apríl en það fer allt eftir hvernig gengur að æfa leikritið þó ég sé búin að fá leyfi frá leikstjóranum ef ég lofa að fara bara ekki síðustu vikuna fyrir frumsýningu.

Fleira hefur gerst sem hefur breytt lífi mínu á stóran hátt því við Gunnar ákváðum að hætta saman eftir rétt rúmlega 3ja ára samband. Það var gert í mesta vinskap og höfum við oftsinnis rætt saman í símann frá því að þetta gerðist og planað að fara saman í leikhús þegar ég get stoppað aðeins lengur í borginni en 2 daga. Auðvitað er þetta skrítið en ég hef það sterkelega á tilfinningunni að við eigum eftir að vera góðir vinir um aldur og ævi.

Planið eftir páska er svo að byrja í ræktinni, verð nú að fara að vinna í að losna við þessi kíló sem eru eftir og virðast öll sitja á mallakútnum mínum. en fyrst er það eitt stykki páskaegg og með því...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl skvísa. Vildi votta þér samúð þó seint væri og bið svo að heilsa Gunnari næst þegar þú hittir hann :-)

Magdalena sagði...

*stórt knús*

Nafnlaus sagði...

Hæ Sigríður mín, samhryggist þér innilega með hana ömmu þína, svo vil ég líka segja að það er leitt að þið Gunni hafið slitið böndum, en gott þó að það er í friði og vinsemd :) En alltaf sárt auðvitað :/