mánudagur, maí 25, 2009

...jæja ég er búin að taka full af "fyrir" myndum af húsinu og á bara eftir að koma þeim á netið. Sum ykkar fáið örugglega hroll þegar þið sjáið umbúnaðinn á mörgu í húsinu mínu en við erum hægt og rólega að laga allt til. Reyndar gengur hægar en hægt núna, erum bara búin að flota hálft húsið en klárum það vonandi á morgun og hinn og þá er hægt að fara að setja parketið á. Fallega fallega hvíttaða askinn minn !! :) Það sem gerir mig hræddasta fyrir utan að peningarnir dugi ekki er garðurinn. Þessar þúfur og sinan sem er allsstaðar lætur mig bara leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus í orðsins fyllstu merkingu. En ef Dawid flotar á morgun ætti ég að geta ráðist á sláttuvélina og pínt hana í gegnum eitthvað af þessari sinu. Ætlaði að vera rosalega klár og fá bæinn til að gera fyrsta sláttinn en þá gera þeir ekki svoleiðis lengur. Ég meina það!!! Ekki eins og ég hafi verið að fara fram á að fá þetta ókeypis! Æ jæja þeir hljóta að hafa sínar ástæður og ég verð bara rosalega mjó og stælt eftir barninginn við grasið! Er alltaf að reyna að vera í Pollýönnuleik og það gengur bara mjög vel. Lífið mitt er miklu betra og skemmtilegra eftir að ég fór að reyna að hugsa svona - mæli með því.
Annars erum við að pæla í málningu þessa dagana og ég held að við séum komin að samkomulagi og þá eru það ljósin. Gvuð hvað það er mikið sem þarf að hugsa um en það er voðalega gaman. Mæli með þessu... :D

1 ummæli:

móa sagði...

þú drepur mig bráðum úr forvitni:) út með myndirnar....ég er sérstök áhugakona um hús!!;) go sirrý go sirrý go sirrý