föstudagur, mars 27, 2009

...nú fer þetta spennandi alveg að koma í ljós! Kannski seinnipartinn í dag en örugglega ekki fyrr en eftir helgi. Kom reyndar svolítið babb í bátinn en við höldum áfram að vera bjartsýn og látum okkur dreyma.

Annars allt fínt að frétta af heilsugæslunni, mismunandi mikið að gera en ég sit hérna og lít vel út fyrir stofnunina frá 13 - 16 alla virka daga, brosi mínu blíðasta og nota símaröddina! :) Er alltaf að reyna að innleiða "fína föstudaga" og mæti alltaf í fínum fötum á föstudögum en gengur eitthvað illa að fá samstarfsfólkið með mér í lið. Sagði Reyni að hann ætti að vera með bindi við axlaböndin á föstudögum en honum leist ekkert á það. Óli var reyndar eitthvað spenntur en hefur samt ekki sannað sig sem trúarlegur fylgjandi "fínna föstudaga". Svo en sem komið er er ég ein í liði. Dress dagsins er grænn kjóll með svörtum doppum og síð stuttermapeysa við. Dawid var mjög sáttur við dressið en fannst ég kannski heldur fín en málið er að ég vill vera fín! :)

Í gær var smá kaffi hjá Beötu og Piotr því Inga varð 3ja ára. Svo stutt síðan við Dawid vorum nýbyrjuð að deita og ég kom feimin í 2ja ára afmælið hennar. Fyrsta skiptið sem við vorum opinberlega saman og ekki á Lárunni. Beata hafði að sjálfsögðu hrist 2 kökur fram úr erminni og þær voru alveg hrikalega góðar. Önnur var ekta pólsk og kom skemmtilega á óvart og ég held að ég hafi borðað svona helminginn af henni *roðn* en hún var bara ánægð að mér fyndist þetta svona gott. Þetta var vatnsdeig, búðingur og sulta og hver hefði getað trúað að þetta væri svona gott *slurp slurp* verð að læra að búa svona til.

Annars er alltaf sama planið um helgar núorðið, er orðin svo stabíl í ellinni. Planið er Bónus um helgina. Hver man ekki eftir þessum gömlu góðu þegar planið voru partý og leikir og skemmtun? En eins furðulega og það kannski hljómar er ég alveg sátt við þessi skipti, hef mikla þörf fyrir ró og næði þessa dagana og vill hafa allt í röð og reglu í kringum mig og í lífinu mínu og huganum. Er samt ekki dauð úr öllum æðum ennþá, fæ alltaf reglulega fiðring í magann og tærnar og verð að skella mér út á lífið... :D

Engin ummæli: