föstudagur, september 19, 2008

...þá er þriðju vikunni í nýju vinnunni senn að ljúka og ennþá gengur allt bara vel fyrir utan smá hnökra eins og að setja póst í vitlaus hólf og gefa samband á vitlausa staði. En það er nú bara smotterí og fyndið svona til að byrja með.

Í gær pantaði ég húsgögn handa okkur Dawid. Stærra eldhúsborð, stofuborð og sjónvarpsbekk. Stakk tveimur lampaskermum með í pakkann svona fyrst ég var að panta. Vona að þetta komi fyrir næstu helgi svo ég hafi eitthvað að gera þá! :)

Þessa helgi ætla ég að kíkja í partý en vera samt róleg - held ég, ekki alveg ákveðin með það ennþá sko! Svo ætla ég að ruslast með afganginn af fötunum mínum af nr.3 yfir á nr.10 og koma svefnherberginu í stand. Áætlaður lokatími á því verkefni er "áður en húsgögnin koma frá Ikea". Ég er í hrikalegri hreiðurgerð þessa dagana og get ekki hugsað um annað en hafa fínt í kringum mig og reyna að gera fallegt með þessu litla sem ég hef.

Svo þarf ég að heimsækja mömmu mína svo ég geti hent nokkrum myndum á myndasíðuna mína, er alltaf að hugsa um þetta en kem því aldrei í verk. Myndirnar mínar frá Danmörku og Grikklandi eru nefnilega í tölvunni hennar því iphoto er bilað í minni, eða ekki bilað það eru komnar of margar myndir inn í það miðað við hvað það er gamalt. Kaupi nýtt þegar ég á pening! Langar þessa dagana frekar að kaupa heimilisdótarí en tölvudótarí því fyrir utan þetta er eplastelpan alveg ágæt...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú alltaf gaman að fá hringingu frá skiptiborði sem maður þarf svo að gefa áfram! tala ekki um það þegar maður þarf að tala við marga áður en maður heilsar þeim rétta!
Annars er gaman að heyra hvað þú ert orðin heimakær! hvernig er með íbúðina?fáiði að vera þarna áfram?

Komdu svo með mydnirnar inná! ég vil sjá þær sem ég átti eftir að sjá og frá DK!!

Love you gæs longe tæm!