mánudagur, júní 16, 2008

...þá er ég alveg að fara að leggja í hann í borgina. Er ekki alveg að meika að fara að pakka en ég hlakka til að hitta vini mína. Klemens og Sigga eru svó yndisleg að leyfa mér að gista og ætla ég að kúra í sófanum þeirra í 4 nætur. Mmmmm góður sófi sem hefur örugglega saknað mín ógurlega!

Náði mér í smá lit á laugardaginn. Sofnaði reyndar í sólbaði um 18-leytið og vaknaði stuttu síðar þegar sólin var farin, alveg skítkalt. Ef ég ákveð að láta sjá mig á pallinum einn dag kemur þoka og rigning næstu daga, alveg ótrúlegt!!! Vona að verðið verði gott næstu helgi svo ég geti sólað mig aðeins. Ekki það að ég sé svo mikill sólbrunku aðdáandi heldur er ég að reyna aðeins að venja húðina við áður en ég fer til Grikklands. Langar ekki að verða öll rauð og þrútin þar! Er samt ábyrgur sólsleikjandi og nota sólvörn númer 20 á tveggja tíma fresti og geri það að sjálfsögðu líka í sumarfríinu.

Vona að einhverjir hafi skoðað myndirnar sem ég setti inn. Myndavélin er komin í töskuna svo það verða vonandi einhverjar myndir frá borginni og þá ætti nýja flotta klippingin mín að sjást...

Engin ummæli: