sunnudagur, desember 15, 2002

...það er eitthvað með helgarnar, þá er maður ekkert að hanga á netinu!! Þá hangir maður frekar fyrir framan TíVí-ið eða í partýum eða jafnvel á skemmtistöðum bæjarins! :) Þessi helgi fór samt í að spila Gettu betur spilið og að horfa á video!! :) Á föstudagskvöldið komu Ari (eins og venjulega), Hanna og Óli og við spiluðum fram á rauða nótt, verðum að æfa okkur í jólafríinu svo við eigum smá, oggu, ponku lítinn séns á að vinna Jónu!! Við vonum líka að hún drekki svo mikið yfir jólin og áramótin að eitthvað af "Gettu betur heilafrumunum" lamist algjörlega!!! Hehehehe Í gær var svo bara farið í Maxi og keypt 1/2 kíló af Estrella (Maruud) flögum með salti og svo horfðum við Gummi og Ari (hmmm, er hann alltaf hérna?!?!?!) á Lethal Weapon myndirnar. Ari fór reyndar eftir mynd númer 2 og Gummi sofnaði yfir númer 4 en hún litla ég lét sko ekki svefninn buga sig og kláraði maraþonið með stæl og vill fá gullmedalíu fyrir (strákar þið reddið þessu!!!).

Fleiri fréttir úr konungsríkinu: aðventuljósið okkar er komið í lag!!! :) Fyrir þá sem ekki vissu keyptum við aðventuljós um síðustu helgi. Vorum búin að eiga það í kanski 1 dag þegar ég var að fara fram í þvottahús og það kom svo mikill trekkur þegar ég opnaði hurðina fram að gardínan sveiflaðist til og aðventuljósið fór bara BÚMM í gólfið!!! Nokkru síðar sprungu að sjálfsögðu allar perurnar í því eftir höggið!! Ég var rosalega dugleg og keypti nýjar perur og skellti þeim í, herti og herti, kveikti og slökkti nokkrum sinnu en ekkert gerðist!! Hmmm, hvað var þá til ráða? Sirrý tæknikona hafði ekki hugmynd!!! Ok, ljósið er ónýtt eftir fallið - helv****, djö******* drasl!!! %$&$/##$/%$#/ En viti menn á fimmtudagskvöldið var ég að blaðra í símann (man ekki hvert því ég talaði við svo marga þetta kvöld!) og Gummi sat í mesta sakleysi sínu í tölvunni þegar... ....það kveiknaði skyndilega á aðventuljósinu marg um talaða og þvílík gleði sem ríkti í herberginu í ca. 2 mínútur en þá slökknaði aftur á því!! :( En Gummi tæknivæddi reddaði þessu með einhverri töfralausn og VÖLA nú erum við eins og fólk með fólki og höfum logandi á aðventuljósinu okkar út í glugganum á kontórnum/hobbýherberginu/kjallaranum (undir skrifborðinu)!!! ;) Jæja þá vitiði allt um það, verði ykkur að því og veriði sæl!! :)

Engin ummæli: