fimmtudagur, nóvember 21, 2002
...mér finnst vera skítkalt inni hjá okkur, skelf og er með gæsahúð. Var að kvarta við Gumma um þetta svo hann kíkti á hitamælinn og það voru 23°c og það er ekki kalt!! Held að termóstatið í mér sé bilað, ætli Skövdebostäder taka að sér að laga það án endurgjalds?!?! Annars er ég bara að bíða eftir að Gummi verði búinn í þessum vonlausu sænskutímum sínum svo við getum farið að rækta okkur. Í dag á sko aldeilis að taka á fitinni, burt með lina magann, burt, burt, burt og farðu, sjú, sjú, út með þig!! Ætla að komast í kjólinn sem ég fékk í jólagjöf um síðustu jól fyrir þessi jól en bara nota skynsamlegar aðferðir til þess, ekkert bull!! Verð að vera dugleg en það er bara svo auðvelt að letibykkjast heima, það er eiginlega alltof auðvelt. Annars er Gummi svo duglegur að fara og hann dregur mig með. Svíþjóð hefur haft svo hrikalega heilsusamleg áhrif á hann, það er bara ekki hægt að stoppa hann!!! Æ er hætt þessu tuði - bæjó spæjó
Engin ummæli:
Skrifa ummæli