mánudagur, desember 09, 2002

...varð bara ekkert þunn og verð að monta mig á því!!! ;) Það var geggjað gaman í gær, maturinn var æðislegur og ég borðaði 2 pönnsur með öllu gúmmelaðinu inní sem var á boðstólnum nema gúrku - ojbara og ullapæ segji ég um gúrkur, kúg og æl!! Þegar ég kom, hálf tíma of seint var allt tilbúið eða svona nánast, Jóna og Lovísa buðu upp á fordrykk sem var þrælgóður og svo var byrjað að raða inn í andlitið á sér og drekka og drekka og drekka áfengi. Ég var, tja í sannleika sagt, bara haugadrukkin!!! En skemmti mér mjög vel án þess að lenda í einhverju voðalegu veseni. Reyndar sátum við Gummi niðri á Kåren og vorum að spjalla, það sat par hinu megin við borðið og gellan var eitthvað svo pirruð að hún hennti disk frá sér sem lenti fyrst á borðinu og svo á mjöðminni á mér og brotnaði einhverstaðar á leiðinni og ÁI það var bara helvíti vont og ég varð frekar pirruð en förum ekkert nánar út í það!! ;)

Ég vaknaði snemma í dag en ákvað að ég væri ekki orðin nægilega edrú til að fara á fætur næstu amk 6 klukkutímana. Finnst nefnilega frekar leiðinlegt að vera þunn og besta lækningin við þeim óskunda er að drekka mikið vatn og fá sér eitthvað aðeins að borða áður en lagst er til hvílu eftir svona hrikalega drykkju!! Fyrir suma er líka nauðsynlegt að sleppa því að sulla í gininu ásamt því að fara eftir því sem áður var sagt!! :) Svona klukkan hálf 16 í dag hringdi Jóna "hrikalega þunna" og spurði hvort okkur langaði ekki að kaupa þynkupizzu og halda þynkupartý! Sirrý "óþunnu en svolítið þreyttu" og Gumma "veika af þynku" leist bara ágætlega á þá hugmynd og við Jóna og Ari "óþunni og tandurhreini" skelltum okkur til Alexanders og fjárfestum í pizzum og lölluðum svo yfir til Apu og keyptum gos og gos og meira gos og pínu krítar!! ;) Svo var étið eins og svín og talað mikið og á endanum fleygðum við okkur upp í rúm og horfðum á Fasta liði eins og venjulega. Sum okkar sofnuðu aðeins yfir því og ekkert nema gott um það að segja!! Fékk svona nettan menntaskólafýling og varð bara 16 ára aftur - tíhí!! Við kíktum líka á Miss Congeniality (Miss Secret Agent eins og ég sá að hún er kölluð hér í Sverige!) og Men in Black II en þá vorum við Jóna búnar að senda gæjana út í Q8 að kaupa snakk!! :) Þetta var sem sagt þrælfínn dagur þrátt fyrir að sumir væru veikari og "óglaðari" en aðrir!!! ;)

Engin ummæli: