fimmtudagur, desember 05, 2002

...*sniff sniff* var að horfa á Jay Leno og þar voru hjón sem eru búin að vera gift í 79 ár!! Vá hvað það er langur tími og þau virkuðu svo ánægð með hvort annað og sungu lagið Daisy, því hún heitir það og ég bara fékk tár í augun og átti erfitt með mál!! Eins og þeir sem þekkja mig vel er ekki óalgengt að þetta gerist hjá mér, var til dæmis að lesa svo fallega jólasögu sem mamma sendi mér um daginn og ég ætlaði bara ekki að geta klárað hana vegna tára og grátstafa!! Held samt að desember mánuður geri þetta verra hjá mér, var að skoða jólasíður í nótt og bara allt snertir þessa ofur viðkvæmu strengi í hjartanu á mér!! Fór að hugsa um Seyðisfjörðinn minn og hversu fallega og mikið skreytur hann er alltaf um jólin og um jólalandið í stofunni heima og bara allt jóla. Ég er ekkert smá fegin að vera ekki alveg fjölskyldulaus svona fyrstu jólin í fjarlægu landi, gott að geta verið hjá Gúu og Tóta og börnunum þeirra og eiga alvöru jól í staðin fyrir að húka ein í litla herberginu okkar og elda jólasteikina í almenningseldhúsinu!!! Sé mig í anda frammi að elda og geðveikt pirruð yfir að ekkert sé til og Gummi að reyna að gera gott úr öllu!! :) Verð að hætta að skrifa núna áður en ég fer að hágráta *bú hú hú*!!!

Engin ummæli: