þriðjudagur, desember 10, 2002

...þá er jólaskapið komið aftur og byðst ég hér með velvirðingar á þeim óþægindum sem ég gæti hafa valdið ykkur, kæru og dyggu lesendur þessa bloggs, með mínu anti-jólaskapi í gær!! :) Reyndar varði jólaneikvæðnin í innan við 2 klukkustundir, fór nefnilega í ræktina og eins og þið vitið er það allra meina bót, amk. andlega, veit ekki hvort það virkar td. við fótbroti!! ;) Hafði nú hugsað mér að hoppa frekar upp í eldhússkáp, loka á eftir mér og kúra mig í efstu hillunni við hliðina á Nóa konfektinu sem við fengum sent í gær!! ;) En mamma þú getur verið stolt af mér því ég hef ekki snert nammið frá þér, en borðaði eitt Prins Póló frá Lindu og Co. í for-hádegisverð í gær og svo Cheerios í aðal-hádegisverð!! Aldeilis flottheit hérna í Sverige bara margréttaður hádegismatur, þið ættuð að vita um öll flottheitin í kvöldmatnum!!! ;) Samt gott að afsaka Prins Póló átið með sígildri línu Seyðfirskra kvenkyns jafnaldra minna "Prins Póló er ekki nammi, það er kex!! Sko, samt finnst mér, prívat og persónulega, eitthvað bogið við það því þegar mér langaði í kex og var stödd í bæ óttans, Seyðisfirði, þá lallaði ég inn í búr til mömmu og náði mér í Sparkaupfélagskex og það var ævinlega í pakka með nokkrum litlum kökum í en ekki í formi súkkulaðistykkis á stærð við Prins Póló XXL eða eitthvað þeim mun stærra!!! Þetta er sem sagt bara fúl afsökun fyrir að svindla í nammibindindinu sem var verið að hanga í til að laga línur sem þurfti ekkert að laga - og hana nú!!! En bíðiði við, var ég ekki eitthvað að tala um jólafúlheit? Svo sem ekkert meirra um þau að segja nema ef þið eruð jólageðfýlupúkar eins og ég var í gær þá drífið ykkur út úr húsi og fáið útrás við að gera eitthvað annað en að þrífa, pakka inn eða skrifa á jólakort það alveg svínvirkaði á mig og ég get bara sagt ykkur það að eftir að ég byrjaði að nota undravöruna bla bla bla bla tuð tuð tuð, sjónvarpsmarkaðsraus!!!! Mig langar heldur ekki að fá jólakort frá þeirri manneskju sem notar jólakortaskrifin til þess að fá útrás, gæti orðið eitthvað skrautlegt - hehehehe!!!

Oj, það er vond svitafýla af mér eftir þessa svaðalegu morgunbrennslu á fastandi maga og þess vegna er ég farin að sturta mig og skrúbba, nennti ekki að fara í sturtu í Feel Good því ég er á túr *grenj og skæl*!! Samt ein loka hugleiðing, afhverju sleppa Svíar því almennt að fara í sturtu í ræktinni? Það er nefnilega algengt að sjá fólk koma kófsveitt inn í búningsklefann, fara úr svitastorknu íþróttafötunum og aftur í hversdagsfötin og mér finnst það ógeðslegt!!! Allt í fína að fólk kjósi að baða sig heima frekar en í almenningssturtum en þetta með að fara í fötin aftur *ullapæ og pjakk*!!! Afhverju ekki að fara bara heim í íþróttabuxunum og peysunni?!?!?!?! Þetta er fyrir ofann minn skilning, samt er ég mjög skilningsrík manneskja (finnst mér sjálfri allavegana!!).

Hætt að tuða og farin að baða mig og éta en samt ekki á sama tíma - heyrumst, sjáumst og skjáumst!! :)

Engin ummæli: