...já ég veit að ég á að vera sofandi núna (klukkan er sko orðin 03:37) en ég svaf svo mikið, fast og lengi í dag að ég er barasta ekkert þreytt núna!! Man óljóslega eftir því að síminn hringdi en ég náði ekki að svara svo núna er ég að drepast úr mjög svo kvenlegri forvitni. Já, það er satt ég er í alvöru að pæla í því hver hringdi!! Jæja þannig að núna sit ég hérna í hnipri við tölvuna og er með gæsahúð á tánum af öllum stöðum!! Ætti kanski að fara í buxur eða einhverja flík en það er bara svo yndislega þægilegt að brókalallast í þykkri peysu. Gumma fannst það fyndin samsettning, hann hefur lélegan húmor!! ;)
Er að hugsa um að fara og kúra mig, setja gamlar teiknimyndir, sem ég tók upp í kringum 1990, í tækið og gá hvort ég geti ekki sofnað. Þarf nefnilega ekki að horfa á þetta, nóg að hlusta því ég get talað með teiknimyndunum og veit nákvæmlega hvað er að gerast hverju sinni. Get þess vegna bara legið með lokuð augun og hlustað á þær. Gerði það mjög oft á Kaplaskjólsvegi 93 þegar ég var andvaka, sem var mjög oft!! Gummi var farin að halda að mér þætti hann viðbjóðslegur því ég svaf oftar í yndislega stofusófanum okkar (sem ég sakna mjög mikið!) heldur en upp í hjá honum - en ég ábyrgist hér með að það var vegna andvöku ekki vegna ógeðslegheita inni í svefnherberginu!!! Hehehehehe
Annars er ég bara sár og svekt við Ísland, það er vini mína sem hafa ekki kvittað í gestabókina mína hérna en ég veit samt að hafa skoðað!! Þið vitið hver þið eruð og getið bara skammast ykkar!! :( Ég kíki í gestabókina á 5 mínútna fresti allar mínar vökustundir og ekkert, enginn kvittar og ég er bara að verða mjög niðurdregin og leið *BÚ HÚ HÚ* Ok, ég jafna mig en það verður ekki fyrr en eftir mikla, langa, stranga og dýra meðferð hjá geðlæknum, sálfræðingum og öðrum peningaplokkurum!!! Já, þetta hafiði á samviskunni krakkar mínir!!! ;)
Kv. frá Sirrý "málóðu sem ætta að fara að hætta þessu bullutuði og drattlallast upp í rúm til hrotupokans síns"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli