mánudagur, nóvember 18, 2002

...það eru allir ennþá að reyna að jafna sig eftir tjúttið á laugardagskvöldið en sumum gengur verr með það en öðrum!! Þið vitið hver þið eruð - hehehe ;). Þið sem hafið lesið bloggið hans Ara í dag eða gær, man ekki hvort það var, þá voru "sumir sem áttu erfiðara með að koma sér heim en aðrir" úr loka loka partýinu hjá honum hún litla ég. Ég nefnilega barasta bara steinsofnaði í sófanum hjá honum og man ekkert eftir því þegar Gummi var að reyna að fá mig til að koma heim, sló bara til hans og var með einhver læti þannig að hann lét mig bara í friði og fór einn heim. Þegar ég vaknaði og var búin að átta mig á hvar ég var og afhverju, þá pikkaði ég i öxlina á Ara og ég hef bara aldrei nokkurntímann séð manni bregða eins og honum!!! Það var svo fyndið!!!!! Hehehehehe ég er að deyja úr hlátri við tilhugsunina :). Annars fórum við Jóna og Lovísa í bæinn í dag og vorum að stelpast. Það að stelpast þýðir einfaldlega að við fórum í búðirnar sem er ekki hægt að draga karlpeninginn inn í nema með mútum um æðislegt kynlíf sama kvöld eða með loforði um 4 tommu þykka nautalund næsta sunnudagskvöld með tilheyrabdi kynlífi á eftir (það er fyrir "voða leiðinlegar" búðir). Svo vorum við bara eitthvað að hangsa, fórum á Sportbar og fengum okkur aðeins í gogginn með tilheyrandi kjaftagangi og mat út um allt!! Þegar við ætluðum svo að fá okkur meira að drekka (kók og mineralvatten, ekki öl) þá komumst við að því að það var búið að loka fyrir hálftíma síðan!!!!! Matsölustaður sem lokar klukkann sex hvað á það að þýða??!! Ég er ennþá í sjokki! En við létum þetta ekki slá okkur alvarlega út af laginu heldur röltum bara á næsta bar/kaffihús og fengum okkur þar meira að drekka og það tvisvar!! Svona getum við konurnar blaðrað mikið þegar við erum einar - já strákar, þið sem voruð að hugsa þetta, við tölum ennþá meira þegar við erum einar en þegar þið greyjin þurfið að hanga með!!! Svo ætluðum við heim og ja gerðum það, en bara með smá stoppi á McDonalds - hehehe :S Þetta reddast er það ekki, hamborgarar festast ekkert á lærunum er það nokkuð???!!!!!

Engin ummæli: