mánudagur, nóvember 25, 2002

...oj hvað ég er búin að vera löt þessa helgi!! Ok, ég fór í stelpupartý til Lovísu og Jónu á laugardagskvöldið. Það var mjög gaman þar og við töluðum og töluðum og töluðum og töluðum um brjóst og blæðingar og allt annað sem skiptir og skiptir ekki máli! Ég ætla bara að taka það fram fyrir lesendur mína á Íslandi að þetta var alveg áfengislaust kvöld (Rúna tók samt með sér bjórana sína tvo svo Finnur mundi ekki svolgra þeim í sig í fjarveru hennar), enda þurfa svona skemmtilegar og hressar stelpur ekkert áfengi til að skemmta sér vel!! :) Á sunnudaginn gerði ég ekkert og þá meina ég ekkert, ég klæddi mig ekki, ég eldaði ekki, ég fór ekki á netið og ég bara varla fór fram úr rúminu nema rétt til þess að pissa (hefði gert það í rúminu líka ef það hefði ekki verið svona sóðalegt!!). Nei nú lýg ég, ég fór fram úr eftir miðnætti til að fá mér kvöldmat sem var morgunkorn. *slurp slurp* þetta var nefnilega óhollt morgunkorn með hunangsleðju og sykri namm namm namm!! Gat nú bara ekki farið að borða eitthvað holt eftir óhollustu dagsins, flögur og krítar!! ;) Nú fer hann Gummi litli að koma heim og þá ætlum við að fara að rækta okkur, ég ætla að brenna fitu, burt með fituna la la la la la!! Vei Helga er komin inn á msn-ið og þess vegna er ég hætt að blogga í bili - C U later, aligator.

Engin ummæli: