fimmtudagur, desember 19, 2002

...blogglöggan hefur greinilega mikið að gera á Íslandi því engar viðvaranir hafa verið sendar út - hehehe!! Jæja þá er maður bara að fara í jólafrí, eftir 3 klst leggjum við af stað til Jönköping og þaðan er ferðinni svo heitið með rútu til Gislaved! Ég er farin að hlakka svo mikið til að hitta uppáhaldsfjölskylduna mína í allri Svíþjóð - hehehe - þekki svo sem enga aðra fjölskyldu hérna!! Hef ekki fengið aðra jólaheimþrá sem betur fer! Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það að ég grét jólaþránna úr mér og það tók nú ekki nema svona 3 klukkustundir, reyndar grét ég ekki samfleygt í 3 klukkustundir en tja örugglega næstum því!! Það er verst að það er eitt lag sem framkallar alltaf nokkur tár í augnkrókunum á mér og það er lagið "Þú og ég og jól" með Svölu Björgvins. Ég man nú vel hvernær ég heyrði þetta lag fyrst og það var í 10. bekk og við vorum að fíflast eitthvað í jólaföndri!! Það renna alltaf svona 3 tár niður kinnarnar á mér þegar ég heyri þetta lag, sérstaklega þegar hún syngur "þú og ég og jól ein í al fyrsta sinn, orðin svona stór en í hjarta mér finn, að lítil stúlka er sem langar heim til sín, en hér erum við og jólin okkar". Sko það komu pínu tár núna og svona nefkitlanditilfinning núna!!! :'( Eins gott að ég á þetta lag ekki til á disk eða kassettu og býst ekki við að Gúa Jóna og Tóti eigi það til þó að þau gætu komið mér á óvart með því!! Jæja þá er klukkan orðin 11 og ég á eftir að fínpússa baðherbergið!! Glætan, en ég á eftir að leggja lokahönd á það sem eftir á að gera fyrir brottför klukkan 14!! Engar áhyggjur mamma ég gerði tékklista því ég ætla ekki að gleyma neinu, jú kanski bara sumu!! ;)

Engin ummæli: