miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Arrgg, ég hata sænska hraðbanka!!! Lenti nefnilega í smá veseni með visa-kortið mitt, það var gleypt vegna mistaka í bankanum heima. En það er ekki nóg þegar ég ætlaði að fara að sækja það, búin að tala við Landsbanka Íslands á Seyðisfirði og láta leiðrétta þennan misskilning, þá var bara búið að eyðileggja það!!! Já ég segi satt korið er handónýtt því ef hraðbankinn gleypir kortið þá er það afsegulmagnað, ekkert verið að dobbel tékka á þessu því við vitum jú öll að bankar gera ALDREI mistök!!! Er sem sagt sár og svekt við Nordea bankann í Svíþjóð!! :(

Nóg um þetta kjaftæði, við vorum svo heppin að fá pening sendan frá Íslandi frá elskulegri mömmu minni (mamma ég elska þig, þú ert best og það er e-mail á leiðinni til þín!). Svo við gátum byrjað á að kaupa jólagjafirnar, erum búin að kaupa 6 stykki og þá eru bara cirka 9 eftir!! Hmmm svolítið margar þetta árið en við kaupum ódýrt og sniðugt (hehehe þið semfáið gjafir frá okkur, búist við einhverju djöf****** drasli hehehe). Þið hin fáið kanski jólakort og þau verða ekki heimaföndruð, helst keypt 500 stk á 15 sek. Ástæðan fyrir því hversu ódýr þau eru er að þau eru á pólsku og með ártalið 1984 prentað inn í.

Eitt sem ég ætla að tilkynna áður en ég hætti að pikka. Ég gleymdi alveg að nefna svolítið þegar ég var að blogga þann 18.nóv og skammast ég mín alveg niður í tær fyrir það!!
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, Seyðfirðingur með meiru og nemi í lögfræði við Háskóla Íslands (held ég) varð 21 árs þennan merkisdag og óska ég henni innilega til hamingju með það - koss á kinnina frá mér og tuð frá Gumma!! Hehehe er hætt núna svo veriði heil og sæl.

Engin ummæli: