miðvikudagur, desember 04, 2002

...vá, hvað ég er búin að vera löt að skrifa!!! En ég hef samt pínu afsökun, ég var búin að blogga langt og skemmtilegt blogg hérna í gær og ætlaði svo eitthvað að bæta inn í og laga en þá strokuðu alltaf nýju stafirnir yfir þá gömlu!! :( Ég varð nett pirruð og bara slúttaði þessu, sverti allt og búmm strokaði það út!!! En Sirrý tölvupæja er búin að læra hvað á að gera þegar svona vandamál kemur upp næst, ýta á insert!! :) Ég hef oft lent í svona áður en aldrei vitað hvað ættai að gera og alltaf gleymt að spurja!! Sem sagt núna er ég fróðari kona en ég var í gær og jesús hvað ég verð orðin tölvufróð eftir viku - heheheh. Annars bara allt í gúddí í villunni okkar í Svíþjóð (ok ég veit að 21,5 m2 er ekki villa en maður má láta sig dreyma), Gummi búin að þrífa og allt bara blettlaust og fínt eða amk ssvona næstum, það er hárlitsklessa á gólfinu hjá dyrunum fram á gang því ég steig í hárlitinn minn hérna um daginn!! :( Annars var bara fínt um helgina hjá okkur, fórum út að borða með Íslendingunum á föstudaginn og svo í bíó og mamma, það er sorglegt að þurfa að tilkynna þér að þetta er leiðinlegasta og lélegasta Bond-myndin til þessa!! :( Mér er bara alveg sama hvað Hildur Loftsdóttir hjá Mogganum segir þetta var ekki flott byrjunaratriði og hana nú (Gummi er farinn að sofa - tíhí). Á laugardaginn var gríðarlegur óhollustudagur, nammi og snakk og gos og alles *slurp* *slurp* og svo sofnaði ég tiltölulega snemma (milli 1 og 2) en vaknaði ekki fyrr en að verða hálf 19 á sunnudagskvöld!!! Eins og glöggir reiknishausar geta séð eru þetta um 17 tímarog það er alltof mikið! Ég var alveg rugluð í hausnum þegar ég vaknaði, svimaði geðveikt og var bara öll eitthvað skrítnari en venjulega!! ;) Ég er án gríns ennþá að jafna mig, það tekur greinilega mikið á hausinn og aðra líkamshluta að soga ALLTOF lengi, passa sig á því í framtíðinni!! Skil samt ekki hvernig ég fór að þessu því ég vaknaði í hádeginu alveg rosalega hress og kát en nennti bara ekki á fætur alveg strax þannig að ég ákvað að kúra mig, ekki sofa, aðeins lengur!!!!!! Ég er meistari í svefni og ég er viss um að þegar allir svefntímarnir mínir verða teknir saman kemur í ljós að ég sef 2/3 hluta ævinnar eins og kettirnir en ekki 1/3 eins og venjulegt fólk (eða 1/4 eins og Gummi!!). Jæja þá er ég hætt að pína ykkur með þessu leiðinlega bloggi mínu, vonandi eru einhverjir ennþá að lesa, hafi ekki gefist upp eftir 5 línur af kjaftæði! En er það ekki það sem blogg gengur út á, kjaftæði?!?!?! Æ, bæ þangað til seinna í dag!!

Engin ummæli: