miðvikudagur, maí 07, 2003
...fór í bíó í kvöld með Gumma, Ara og Erik. Tja kvöld??? Það er varla hægt að segja að þessi bíóferð hafi verið að kvöldi til, við hittumst úti klukkan 1800 því myndin byrjaði klukkan 1830!!! Við vorum svo búin í bíó rétt fyrir klukkan 2100, hvað á þetta að þýða?!?!?!?!?! Kanski hægt að kenna Svíanum í hópnum um hversu snemma bíóferðin var því eins og allir vita þá eru Svíar mikið fyrir að gera hlutina snemma ef þið skiljið hvað ég er að meina. vakna snemma, borða snemma, djamma snemma og fara í bíó alltof snemma!! Kemur mjög oft fyrir hérna á korridornum að maður er varla vaknaður þegar fólk er farið að elda "kvöld"mat! Einu sinni eldaði meira að segja Andreas sér pylsur í morgunmat!! :S Úbbs, gleymdi að segja að þetta var X-men 2 og okkur þótti hún mjög skemmtileg og tókum ekkert eftir öllum þessum 47 mistökum eða hvað þau eru nú mörg sem nördarnir eru búnir að finna go byrta nákvæmar skýringar um á netinu. Ég tók eftir einu en það var bara af því að ég var búin að lesa um það (á Aftonbladet, voru talin upp 3 mistök), fór líka í bíó með það að markmiði að skemmta mér en ekki til að rakka myndina niður, leyfi gagnrýnendum að halda vinnunni sinni, amk eitthvað lengur! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli