...oj mér leiðist, ég hef ekkert að gera, get ekki einu sinni tekið til því það er allt fínt!! Er að reyna að drepa tímann í tölvunni en er búin að skoða allt sem ég hef löngun og nennu á að skoða! Nú er bara að bíða í ca. 1 og hálfan klukkutíma eftir að Gummi komi heim og drífa sig svo í ræktina og hrista af sér krumpubumbuna svo ég verði aðal pæjan á laugardaginn eins og venjulega! ;) Svo er stórt plan í dag sem er að horfa á sjónvarpið klukkan 18:15 á þátt sem ég hef séð!! :S Það er nefnilega verið að byrja að sýna Star Trek Enterprise þættina á SVT 2 og þar sem ég elska Star Trek þá ætla ég að glápa! :) Við áttum alla seríu 1 í tölvunni þegar við vorum á Íslandi en ég horfði bara á nokkra þætti svo núna verður sko tekið á því. Enda kominn tími til að fá 1 þátt í viku sem ég má ekki missa af, er búin að vera alveg ónýt eftir að CSI kláraðist! :( Þessir Star Trek þættir gerast miklu fyrr en td. Voyager og Deep Space 9, þarna þurfa þeir sjálfir að opna hurðarnar og svoleiðis ekki orðnir eins þróaðir og þekkja eiginlega engar geimverur (sé Lovísu fyrir mér fá æluna í hálsinn við þessa lýsingu!). :)
Oj hef ekki þolinmæði í að blogga meira í bili, hef heldur ekki þolinmæði í að lesa, spila nýja víkingaleikinn minn í Game Boy Advance eða hanga á netinu!! Mér er ekki viðbjargandi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli