miðvikudagur, maí 07, 2003

...þá er best að blogga, bloggaði rosalega langt og óstjórnlega skemmtilegt blogg um daginn en þá var blogger.com eitthvað bilaður og allt datt út!! Ég varð svo pirruð og reið að égfór næstum því að grenja, ég sver það!

Annars allt gott að frétta, er að fara í vinnuviðatal á mánudaginn svo núna er bara að finna staðinn!! :S Vonandi bara gengur allt vel og ég segji ekki einhverja vitleysu eins og ég gerði um jólin þegar ég var á djamminu að halda upp á ehemm 25 ára stórafmælið hennar Gúu Jónu! ;) Var á klósettinu rétt áður en við fórum heim og þar var stelpa sem var mjög mikið veik, sat inni á einum básnum og var að æla og ég hef aldrei séð annað eins, hún var ekki bara full heldur bara fárveik!! Ég kom til hennar og spurði hvort ég ætti ekki að titta (kíkja/horfa) á hana! Hún horfði á mig með undrunarsvip og þá fattaði ég hvað ég hafði sagt og þóttist bara vera MJÖG vitlaus og fullur útlendingur og leiðrétti þetta í flýti og sagði hjälpa. Ætla bara að taka það fram að ég er ekki svona rosalega léleg í sænsku heldur varð eitthvað skammhlaup í heilanum! Ég fór svo og tilkynnti þetta þó hún hafi beðið mig um að gera það ekki því mér bara hreinlega stóð ekki á sama um ástandið á henni!

Afmælið mitt var alveg frábært, ég held ég hafi aldrei upplifað eins skemmtilegan afmælisdag. Fékk endalaust mikið af kveðjum, sms-um, e-mailum, föðmum og kossum. Afmælissöngurinn var sunginn mjög oft fyrir mig bæði á íslensku og sænsku, mismunandi rétt og mismunandi vel! ;) Dagurinn byrjaði auðvitað á bæjarferð fyrir hádegi þar sem við fórum í banka og pósthús og svoleiðis leiðinlega staði og svo tókst mér að kaupa mér 2 boli á meðan Gummi fór að kaupa handa mér afmælisgjöf. Síðan lá leið okkar á hinn mjög svo rómaða og rómantíska stað McDonalds þar sem ég bauð Gumma upp á kjúklingaborgara, risa risa frönskur og risa risa gos (ég tók 2/3 af gosinu mínu með mér heim = hálfur líter) og svo var súkkulaði sjeik í eftirrétt. Þarna við frönskufnyk og barnagrát gaf Gummi mér afmælisgjöfina mína, ofboðslega fallegt hálsmen úr gulli með "demanti" (læt skipta yfir í alvöru þegar ég verð rík, þangað til verð ég að láta mér nægja þennan sem er í hringnum!) :) Eftir máltíðina á hinum yfirfulla rómantíska restaurang þurfti Gumma að drífa sig í skólann en ég fór heim og ætlaði að hafa það gott og hanga á netinu (er ekki vön að gera það!) en þá hringdi amma Sigga, 2 mínútum eftir að ég hætti að tala við hana hringdu Gyða og Klemens og svo rétt á eftir þeim hringdi mamma. Þegar öllu þessu blaðri var lokið var kominn tími til að labba út í skóla til að grípa Gumma glóðvolgan þegar hann kæmi úr heimspekitíma. Ég dró hann síðan niður í bæ þar sem ég mátaði endalaust mikið af fötum og endaði á að kaupa 8 flíkur í viðbót! Svo héldum við heim á leið drifum okkur í önnur og í sumum tilvikum ný föt og fórum á djammið og þvílíkt og annað eins djamm það var!!! Það var endalaust gaman, við vorum inni í herberginu hans Ara að syngja og drekka og tala (í þessari röð held ég meira að segja). Við vorum nú ekki mörg þar þar sem lunginn af Íslendingunum flúði yfir á svalirnar hennar Jónu því blindfullir Svíar kunna ekki að halda áfenginu sínu í flöskunum og voru alltaf að hella "óvart" af svölunum niður á saklausa og barnslega Íslendingana! Við sem eftir vorum hjá Ara vorum alltaf á leiðinni til Jónu en bara komumst aldrei!! Svo var ferðinni auðvitað haldið á hinn sívinsæla skemmtistað Kåren, þar þurftum við að bíða í biðröð í u.þ.b. klukkutíma en ég sver það var svo fljótt að líða að það var meira eins og korter. Þar hittum við Heiða auðvitað sænskan strák sem langar svo ofboðslega til aðkoma til Íslands og bla bla bla orðið svolítið þreytandi að heyra þetta í hvert skipti sem einhver kemst að því að maður er frá Íslandi!! En ég var auðvitað mjög góð og sagði honum að taka Nörrænu því þá kæmi hann til fallegasta staðarins á Íslandi Seyðisfjarðar og það væri líka heimabærinn minn og auðvitað varð hann mjög hrifinn. Ætli ég geti ekki fengið borgað fyrir land- ferju- og bæjarkynningu??? Verð að tala við Öllu og co. um þetta mál! ;) Annars var mjög gaman á Kåren, fór niður þegar ég kom þangað og fór ekki upp aftur fyrr en ég fór heim!! Æfði ekkert danstaktana þetta kvöldið en raddböndin fengu aftur á móti næga þjálfun (þau sem eru í svo lélegri þjálfun!!). Svo var eftirpartý hjá Ara sem stóð til klukkan sex um morguninn, þar var fólk í misjafnlega góðu ástandi og sumir þurftu að nota klósettið í öðrum erindagjörðum en það er ætlað til! ;) Sumir sögðu líka eitthvað sem hefði betur verið sleppt og veit ég að sá hinn sami er mjög miður sín yfir því og hefur beðið þann sem við kemur máli innilega afsökunar og vonum við að enginn líti öðruvísi á þessa mannesju eftir þetta.

Jæja nóg í bili, bless bless

Engin ummæli: