þriðjudagur, maí 27, 2003

...þá er ég bara vöknuð, búin að fara í sturtu, komin í föt og er að borða hið illa útlítandi en bragðgóða og ekki má gleyma góða fyrir meltinguna Allbran! :) Er alveg að fara að leggja af stað upp á heilsugæslu að hitta hjúkrunarkonuna og bara að vara ykkur við að ég verð alveg hoppandi bandbrjáluð ef ég þarf að borga jafn mikið fyrir að hitta hjúkrunarkonu "sem gæti ef til vill hjálpað mér" og ég þarf að borga fyrir að hitta lækni "sem getur næstum því örugglega hjálpað mér"!

Annars er ég bara mjög vinsæl vinnulega séð (og ég sem sendi ekki mynd með umsókninni þannig að þeir hljóta að hafa heillast af fagmannlegu umsókninni sem ég skrifaði), var einmitt verið að hringja í mig áðan (á mjög ósómasamlegum hringitíma en hetjan var vöknuð) en ég er eins og allir með fullu viti vita komin með þessa ágætu (vonandi) vinnu á elliheimili í sumar þannig að ég reyndi að klína vinnunni yfir á Gumma! :) Konan tók mjög vel í það en þá var bara eitt vandamál og það var ekki lítið, að komast þangað! :( Vinnan er ekki langt í burtu ef maður tekur strætó en annsi langt í burtu ef Gummi þyrfti að hjóla og þá væntanlega á reiðfáknum mínum því vaktirnar eru þannig að fyrri vaktin byrjar áður en rúturnar byrja að ganga og seinni líkur eftir að þær hætta að ganga, frekar fúlt en við gefum ekki upp vonina, drengurinn mun fá vinnu þó að verði mitt síðasta verk!!!

Best að sötra afgangnum af Allbraninu í sig, nei ég skrifaði ekki vitlaust sötra er orðið sem maður notar yfir Allbran sem er búið að vera mjög lengi í disknum vegna internethangs eiganda þess. Ætli ég uppfæri ekki þessa bloggsíðu seinna í dag svo að allir áhugamenn um ofnæmi á auga geti fylgst með útkomuna í þessu máli! Sæl að sinni! :)

Engin ummæli: