fimmtudagur, maí 29, 2003
...bara góður dagur í dag! Var húsmóðurleg að vanda (er ekki að grínast, ég er húsmóðurleg og það nánast alltaf sama hvaða mynd fólk hefur búið sér til af mér) og eldaði kjötbollur og brúnasósu ásamt hrísgrjónum og salati! :) Þetta var rosalega gott sérstaklega í ljósi þess að við borðuðum ekkert í gær, amk ekkert sem hægt er að flokka undir mat! Þar sem Gummi er veikur fór ég út í búð í skjóli myrkurs og keypti alveg ógeðslega mikið af óhollustu, þetta er ekki grín, ég keypti svo mikið að fólkið í kringum mig var farið að stara á alla sykurpúðana, hlaupið, lakkrísinn, kókið o.s.frv. sem lá í körfunni minni! Ég keypti eitt hollt og það var kolsýrt vatn þar sem ég hef öruggar heimildir fyrir því að nammi sé algjörlega skaðlaust fyrir línurnar ef maður drekkur bara slurk af ropvatni með því! ;) Keypti auðvitað svona mikið svo við ættum afgang í dag þar sem ég bjóst við sól og sumaryl, sólin lét eitthvað á sér standa en ylurinn var mikill. Við sátum sem sagt bara heima í dag og nörduðumst yfir Star Trek og mauluð í nammi sem er með skemmtilegum orðum á eins og td. smile, love, enjoy, be proud og no drugs!! Ef þetta nammi væri ekki svona gott mundi ég kasta því frá mér í viðbjóði við að lesa þessi væmnu orð á þeim!! Hef svo sem ekki verið þekkt fyrir að kasta sælgæti frá mér en allt getur gerst ef réttar kringumstæður eru fyrir hendi. Þar sem ég hef enga ástæðu til að vera að kvelja sjálfa mig á að meiga ekki fara út í sólina hef ég ákveðið að það sé fínt að vaka aðeins lengur á nóttunni og sofa af mér sólina að einhverju leyti á daginn, þess vegna sé fram á tunglböð og næturvaktir með Helgu í gengum internetið á næstunni! Sirrý Adams kveður að sinni :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli