fimmtudagur, maí 15, 2003

...hef svo sem ekki mikið að segja enda gerðist ekki mikið spennandi í rúminu í gær og ef svo hefði verið hefði ég nú ekki farið að birta upplýsingar um það á internetinu! ;) En ég lofaði víst að blogga pínu svo það er best að standa við stóru orðin og reyna að bulla eitthvað hérna. Er nú eitthvað að lagast en er samt ennþá fárveik, eitt er víst og það er að þessar dúndur sýklalyfstöflur eru að gera eitthvað gagn enda væri annað skrítið amk ef miðað er við stærð og magn í hverri töflu, hver tafla er nefnilega 1 gramm!!!!!!! Gummi þurfti einu sinni að vera á sýklalyfjum og þurfti að taka 500 mg á dag og það þótti nú bara mjög mikið svo ofurtöflurnar mínar drepa mig örugglega ef þær lækna mig ekki! :) Fékk smá matarlyst áðan og langaði bara í pizzu ekkert annað svo Gummi var svo góður að hlaupa yfir til Alexanders og kaupa eina ekta sænska! :) Gat borðað innan við 1/4 af henni þegar ég missti matarlystina aftur en var samt ennþá svöng! :S Hvað átti það að þýða?!?!?! Ég fékk amk einhveja næringu og svo get ég nartað í afgangan í dag ef ég fæ lystina aftur! :)

Flott svona útlanda rigning. Ég var að horfa út um gluggan áðan (dró frá í fyrsta skipti í 3 daga og fékk illt í augun við það!! hehehe) svo leit ég aðeins á tölvuskjáinn og svo aftur út og þá var bara allt orðið blautt og núna er stytt upp aftur og allt byrjað að þorna. Það rigndi bara í svona 5 - 10 mínútur, ég hefði alveg viljað vera úti á meðan það er nefnilega svo gott að vera úti í svona beint niður heitri rigningu! :)

Jæja þarf bráðum að fara að dópa mig upp af verkjalyfjum því án þeirra get ég ekki hreyft höfuðið, við skjáumst fljótlega og vonandi get ég hitt einhverja á næstunni! :)

Engin ummæli: