föstudagur, maí 09, 2003

...þá er loksins kominn flöskudagur, amk. á Íslenskan mælikvarða, hérna fer djammið alltaf fram á laugardögum. Bæjarferð á næsta leyti og þá verða keyptir nokkrir bjórar/ciderar og svo einhver óþarfi eins og td. mjólk og matur!

Ég var geðveikt dugleg í ræktinni í gær og hljóp stanslaust í 55 mínútur og labbaði í 5 mínútur, verð bara að viðurkenna að ég er frekar stolt af sjálfri mér, greinilega ekki í alveg eins slæmu formi og ég hélt! :) Þá er bara að ná markmiðinu af með krumpubumbuna og vera svo á bikiní í allt sumar sama hvernig veðrið er!! Ætla líka að skokka í dag en veit ekki hvort ég get hlaupið eins lengi því ég er mjög stíf í kálfunum eftir átök gærdagsins en ég ætla að gera mitt besta, hlýt að afstífna eftir góða upphitunn! :)

Í gær fór ég á kaffihús með Jonnu, hef ekki hitt hana síðan fyrir jól fyrir utan á Kåren á afmælinu mínu. Ég sagði að hún mætti endilega hafa samband við mig ef hún hefði áhuga og svo hringdi hún í gær einmitt þegar ég var að hugsa um að mig langaði að hitt einhvern! :) Við reyndum að hringja í Viktoriu en hún svaraði ekki, fékk svo sms um að hún hafi verið á X-men 2, ekki að spurja að því hvað hún hefur góðan kvikmyndasmekk! :) Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég kem almennilega inn á Pims og það er bara flottur staður og kaffið var gott, fékk mér Kaffilatte (kann ekki að skrifa á fínni frönsku) með Irish Nut bragði. *slurp slurp*

Engin ummæli: