miðvikudagur, maí 28, 2003
...þá er komið að bloggi dagsins, þar sem ekkert hefur gerst ætti þetta ekki að verða neitt sérstaklega langt en ég er jú kona þannig að hver veit! ;) Þar sem ég á að forðast sólarljós þá hef ég bara hangið inni á náttfötunum, svaf lengi og er ekki einu sinni búin að draga frá! Fékk mér frukostkex til að ég gæti tekið þessi fjárans lyf inn, veit ekki hvað ég á annað að borða með þeim því það má ekki borða mikið að mjólkurvörum með þeim amk ekki fyrr en 3 klst fyrir eða eftir inntöku. Þetta er að verða óttalegt pússl því svo er ég líka að taka inn járntöflur og það gilda sömureglur um þær!! :( En nú fer sólin alveg að setjast tja eða hverfa bak við ský kannski og þá ætla ég að fara í búð og kaupa kók handa Gumma því hann er veikur litla skinnið! Hann var samt rosalega duglegur og mætti í skólann því þetta var síðasti tíminn í heimspeki og kennarinn gæti talað eitthvað um prófið! Hann er hetjan mín, svo yndislega samviskusamur og duglegur. Svíþjóð virðist hafa slæm áhrif á okkur hjónaleysin því Gummi hefur aldrei verið jafn oft veikur og eftir að við fluttum hingað og já þið vitið hvernig ég er, ótrúlega óheppin pestarlega séð, erfði það örugglega frá pabba! En svona er lífið víst bara, seil a ví, seil a ví (kann ekki frönsku)!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli