þriðjudagur, maí 27, 2003
...komin frá hjúkrunarkonunni sem kostaði bara 60 sek! :) Þarf greinilega ekkert að vera fúl yfir því þar sem ég hitti lækni líka því hjúkkan vildi vera alveg viss og það er ekkert nema gott mál. Ég er sem sagt ekki með ofnæmi eða exem á auganu heldur einhverja sýkingu. Svo var ég farin að halda að ég væri byrjuð að ná mér í nokkrar bólur í kringum munnin, á hökuna og hjá nefinu en það er víst bara líka þessi sýking. Það er nú bara hið ágætasta mál því það er skárra að vera með sýkingu sem er meðhöndluð heldur en exem eða ofnæmi sem tekur sig alltaf aftur upp. Það sem verra er að ég þarf að fara á sýklalyf og kannski í 3 mánuði!!! mér og maganum mínum finnst það bara ekki gott mál en við látum okkur hafa það og kaupum bara acidofilustöflur og verðum dugleg að drekka ab-jógúrt. En fyrst á ég að prófa einhver dúndurlyf í 15 daga og koma svo aftur svo þau geti starað á mig og pælt og skoðað og athugað hvort þetta sé eitthvað að virka. Er samt að hugsa um að biðja um hitt lyfið sem er til þegar ég kem aftur (ef ég þarf áframhaldandi skammt) því þetta er með alltof margar skráðar aukaverkanir og ein sem er frekar algeng er eitthvað í sambandi við sól þannig að ég á að halda mér innan dyra næstu 2 vikur svona amk að mestu leyti (svona þegar sólin er að glenna sig), gaman að því svona þegar sumarið er loksins að heiðra okkur með komu sinni! :( Fattaði nefnilega að í vinnunni minni sitjum við víst oft úti með gamla fólkinu og það gengur bara ekki að ég geti ekki sinnt vinnunni minni svona amk fyrst það eru til lyf sem leyfa útivist í sól og sumaryl. Æ, nóg af þessum leiðindum er hætt í bili, bæjó.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli