miðvikudagur, maí 07, 2003

...búbbs gleymdi að koma því á framfæri að við erum hvorki veik né komin með verri sjón, mín stendur í stað og Gumma sjón verður bara betri með aldrinum! :) Ég fékk heldur engan löggubúning :(en ég er búin að kaupa mér alveg ógeðslega mikið fyrir afmælispeningin sem ég fékk frá hinum ýmsu ættingjum. Er búin að kaupa 14 flíkur (1 pils og 13 efriparta), 4 brjóstajhaldara og einar nærbuxur, 1 tölvuleik í Game Boy Advance og svo auðvitað rómantísku máltíðina á McDonalds og ég á ennþá afgang!!! Verð að segja að það var ekki vitlaus hugmynd að senda mér bara peninga því ég er búin að fá svo miklu meira fyrir þá hérna en þið hefðuð nokkurntímann getað fengið fyrir þá heima. Gummi er alsæll því hann sér fram á að þurfa ekki að kaupa handa mér föt fyrr en 2006 en hann veit ekki það sem verra er, að ég er orðin háð því að kaupa föt á hverjum degi!! :) Hehehehe annars leyfir fataskápurinn ekki mikið meiri fatakaup á næstunni því mínar hillur eru farnar að svigna en það er ennþá nóg pláss í Gumma hillum svo ég get bara gert innrás í þær! ;) Svo ef við stækkum við okkur fáum við lítið fataherbergi og þá verður auðvitað að fylla upp í það! Víhú lífið er svo skemmtilegt! :)

Ps. Ég hlakka mjög mikið til að fá pakkann frá Ingu Hrefnu sem hún ætlar að senda einhverntímann á næstu dögum, er reyndar búin að vera að bíða eftir honum síðan um miðjan mars en það er annað mál! ;)

Bið að heilsa ykkur öllum

Engin ummæli: