...mánudagar eru venjulega frekar leiðinlegir dagar en þessi er algjör undantekning! :) Allt hefur gengið eins og í sögu í dag, ég fór í atvinnuviðtal í morgun, tja eða viðtal hún var búin að ákveða að ráða mig áður en hún sá mig! :) Hef bara svo rosalega sannfærandi rödd í síma - hehehe - en án gríns ég bara kom til hennar og hún byrjaði strax að blaða í einhverri möppu til að ath hvaða vaktir ég gæti fengið og það er búið að búa til vaktarplan og allt handa mér samt byrja ég ekki fyrr en 12. júní! Byrja á því að taka alveg slatta af næturvöktum í júní en í júlí og ágúst er ég bara á dag og kvöldvöktum, hlakka ekkert smá til að byrja en kvíði líka aðeions fyrir því þetta er svona heilabilunardeild.
(Þetta línubil er sérstök gjöf frá mér til Ara! :)) Annað skemmtilegt sem gerðist í dag var að við röltum niður í Skövdebostäder og tilkynntum hvaða íbúð við ætluðum að taka, allir voru voðalega elskulegir þar og Gummi er búinn að skrifa undir leigusamninginn og ég veit ekki hvað og hvað. Það er semsagt komið á hreint að við flytjum þann 1.ágúst yfir götuna, ætli það sé ekki hægt að setja færiband úr glugganum okkar og yfir á svalirnar hinu meginn?? Leiðinlegt að vera að bera allt draslið ef það er hægt að gera eitthvað þannig! ;) Ég hlakka mjög mikið til að fá svalir (snúa í mjög góða átt eða svona næstum því eða alveg suður!) :) og að fá mitt eigið mini-eldhús með mini-ofni en fleirum eldhússkápum og fataherbergi og tadararamm handklæðaþurrkuofnagrind eða hvað þetta nú heitir! :)
Þriðja sem er skemmtilegt að segja frá í dag er það að hún Lilja bekkjarsystir mín til margra ára á von að litlum púka með manninum sínum honum Palla. Til hamingju með það krakkar! :* Þau giftu sig einmitt með pomp og prakt þann 29.mars síðastliðinn og svo bara búmm varð hún ólétt - hehehehe - og ekki varð það nú barninu til óhapps að hún fattaði það eignlega 30. apríl, sem glöggir lesendur vita að er afmælisdagur minn og kóngsinn. Þess vegna mun ég aldrei kalla barnið annað en Sirrý II Carl og vona ég að þau Lilja og Palli taki þá ósk mína til umhugsunar að vilja að barnið verði skírt þessu nafni.
Annars bara til hamingju með púkann og bandið elskurnar mínar, betra er seint en aldrei! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli