föstudagur, maí 16, 2003

...enn einn föstudagurinn kominn og að verða farinn. Hef bara ekki gert neitt í dag nema borða 3 pylsur í brauði með salsa-sósu og svo meig ég nokkrum sinnum. Vá hvað ég lifi spennandi lífi. Held það sé síðasti dagur í einangrun á morgun. Ef ég verð sæmilega hress ætla ég að trítla hérna fram og bóka þvottahúsið svo ég geti þvegið eitthvað af þessum ógeðslega veikindasvitastorknufötum sem eru í stampinum núna - oj oj oj! Var svo hrikalega hress í gærkvöldi eftir að ég hætti að tala við mömmu og pabba að ég lék bara á alls oddi, horfði á Star Trek, borðaði ógeðslega góðan ís og fór svo að skoða myndir af djammlífinu á austurlandi inni á undirheimar.net og gleymdi tímanum aðeins þar! :) Vaknaði svo í morgun og var aftur orðin alveg hrikalega slöpp, ég var næstum farin að gráta ég varð svo vonsvikin og svekkt. Þetta var bara eins og að gefa einhverjum frelsi, hleypa honum út í nokkra tíma og segjast svo vera hættur við og loka hann inni aftur!!!!

Núna er Gummi hinn góði úti í Maxi (tja ef hann er ekki á einni af þessum eilífu kjaftatörnum sínum ;)) að kaupa handa mér/okkur meiri ís, ávaxtasafa og svo ætlar hann að kaupa uppáhalds nammið mitt þessa dagana sem er svona Super Strong Salmiak og Super Strong Syrliga, voða voða gott ekkert hægt að lýsa því betur! :) Vei hann er kominn, best að fara að eeeee taka á móti honum, má víst ekki kyssa hann fyrr en á morgun og ég hlakka til!! :)

Engin ummæli: