...þá er helgin liðin og leiðinlegasti dagur vikunnar er byrjaður. Helgin var fín eins og við var að búast, föstudagurinn fór í auðvitað í þessi venjulegi helgar innkaup og svo í hangs fyrir framan sjónvarpið. Laugardagurinn fór auðvitað í að gera sig tilbúna fyrir partýið ógurlega, nei ég segji svona. Ég þarf ekki marga klukkutíma í að gera mig fína, svona náttúrulega fallegt fólk eins og ég skilja nú bara ekki hvernig það er hægt að eyða heilu dögunum í að undirbúa sig undir djamm!! Annars var partýið mjög fínt og Birgitta var alveg æði fannst mér, ég var amk mjög stolt af henni og verð bara að viðurkenna að húnstóðs sig miklu betur en ég bjóst við, enda hef ég ekkert fylgst með henni eð ahennar tónlist þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. En stelpan var flott og örugg og henni tókst amk að gera mig og marga ef ekki flest alla hina Íslendingana í partýinu stolta af föðurlandinu! :) Svo var auðvitað farið á Kåren og djammað frá sér vit og rænu ef svo má að orði komast, varð amk frekar drukkin eitthvað -ehemm-!! Vaknaði svo með dúndrandi timburmenn í hádeginu á sunnudag fór á fætur og dó næstumþví við það þannig að það var skriðið aftur upp í rúm og sofið í tvo klukkutíma í viðbót. Svo var auðvitað tekið inn aðal þynnkumeðalið eða kjúklingaborgari og stór skammtur af frönskum á McDonalds og sjeik í eftirrétt. Eftir þennan mjög svo þarfa skammt af kaloríum, fitu og öðru ógeði leið mér sko miklu betur en þreytan var ekki alveg að fatta að hún var ekki velkomin!
Um kvöldið var svo skellt sér á Matrix Reloaded með Gumma, Ara og Erik og ég er ekki alveg viss um hvað mé rfannst um þessa mynd. Mörg rosalega flott atriði en svo voru þarna eitt eða tvo atriði sem voru alveg ömurleg. Jú jú fínasta mynd, hef amk séð þær miklu verri, hefði nú reyndar notið hennar miklu betur ef ég hefði ekki veirð að sofna allan tímann! Fyndið að ég lenti einmitt í sæti hliðina á Viktoriu og Ninu vinkonum mínum sem ég hef reyndar ekki hitt í tja ca 3 vikur :S Ætlaði svo að spjalla við þær á leiðinni heim en týndi þeim í mannmergðinni fyrir framan bíóið! :(
Í dag ætla ég svo ekki að gera neitt því ég er í sumarfríi þanngað til 12. júní þegar ég byrja alveg á fullu á næturvöktum, verð nú bara að segja að ég hlakka svolítið til að byrja þó það séu eflaust einhverjir sem trúa því ekki en það er þeirra mál en ekki mitt! Ég sem sagt fór seint að sofa í gær og vaknaði seint í dag og býst við að fara aftur seint að sofa í kvöld en vakna snemma í fyrramálið því ég þarf að fara upp á heilsugæslu að láta kíkja á ofnæmið sem ég er með á auganu og virðist vera að breiðast eitthvað út *grát grát*. Verð sko að fara fyrst til hjúkrunarfræðings og hún kíkjit eitthvaðá þetta og skrifar örugglega upp á eitthvert óþverra krem og ef það dugir ekki verð ég að fara til læknis. Hvort ætli þetta sé gert til að spara læknana fyrir alvarlegri veikindi eða til að plokka meiri peninga af skítblönkum og sótsvörumalmúganum??? Talandi um alvarlegri veikindi þá las ég einmitt í einhverjum exembæklingi sem ég tók í apótekinu einmitt vegna þess að ég er með exem að ef maður fengi á augað þá ætti að drífa sig strax til læknis og svo fæ ég ekki einu sinni að fara til læknis!! Þetta mál er allt hið undarlegasta!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli