...þá er mikilli djammhelgi lokið. Dagurinn í gær var æðislega skemmtilegur, byrjaði á að hamast í ræktinni og kom svo beint hingað heim til að taka þátt í fáránleikunum sem voru skipulagðir í tilefni af afmæli Grétars og Lovísu þann 6. maí síðastliðinn. Þarna fór ég í ratleik í fyrsta skipti og það var geðveikt stuð, hlupum eins og vitleysingar um allt svæðið íklædd Willy's innkaupapokum með teiknaðar freknur á okkur! :) Svo var farið í allskonar leiki og auðvitað vann unga liðið (Willy's þrumurnar) ellismellina! ;) Svo dreif ég mig heim að elda léttan kvöldverð handa okkur Gumma og svo var auðvitað farið í sturtu og farið í pæjuföt og skellt á sig smá málningu!
Partýið átti að byrja klukkan 20:00 en ég var fyrst á svæðið klukkan 20:30, verð nú bara að segja að ég er mjög stollt af því að hafa mætt fyrst því það er ekki venjan hjá mér en auðvitað er alltaf geðveikt flott að vera aðeins of seinn! ;) Það var tekið vel á því í partýinu og talað og talað og talað og talað og drukkið og talað! Svo rétt rúmlega klukkan tólf var haldið í hraðbanka og svo á Kåren og þar dansaði ég bara eiginlega allan tímann aldrei þessu vant. Eftir danstilburði kvöldsins var kominn tími á smá tveggja manna tal við Ara og við héldum heim á leið. Fórum heim til hans og töluðum um alla heima og geima, kíktum á smá kosningarsjónvarp en útsending var rofin klukkan hálf 6 (var búið að segja að það yrði sent til 6). Þá fórum við bara aftur inn til hans og háldum áfram að tala til klukkan 7! Þá dreif ég mig heim og fann Gumma sofandi í öllum fötunum fyrir framan sjónvarpið. Þessi elska var búin að smyrja handa mér brauð með allskonar áleggi og fíneríi og sagði mér að það hefði verið geðveikt erfitt sökum ástands! ;) Málið var að klukkan 4 kom Gummi til Ara og sagðist vera að fara heim og ég sagðist ætla að koma eftir smá stund og spurði hvort hann ætlaði ekki að vera búinn að elda eða útbúa eitthvað gott handa mér þegar ég kæmi heim en svo gleymdi ég mér bara! :S En brauðið var ennþá í fínu ásigkomulagi klukkan 7 og þá fengum við okkur að borða saman! :)
Ég elska þig Gummi! :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli