...ég er bara hreint út sagt búin að gleyma að blogga undarnfarna daga vegna þess gífurlega annríkis sem hefur komið askvaðandi inn í líf mitt allt í einu! Ég er búin að hafa svo mikið að gera við að borða, éta og sofa að ég hef bara engan tíma haft fyrir bloggið en maður verður nú að forgangsraða og hér eftir fer bloggið í sætið á undan svefninum á listann. Ég eyddi nóttinni með henni Helgu minn og ekki kvarta ég yfir því. Við spjölluðum um alla heima og geima á msn-inu í ca. 7 klukkutíma, ekki leiðinlegt það. Við heyrumst svo sjaldan að é gákvað að halda mér vakandi aðeins lengur til að geta spjallað við hana, það var um klukkan 1 í nótt og ég er ennþá vakandi en reyndar hætt að tala við hana því núna er farið að líða undir lok annasamrar vinnunætur á Farfuglaheimililinu í Laugardal. :) Ég eyddi nóttini bara með henni en síðari hluta kvöldsins eyddi ég með þeim Ástu og Fríðu, alltaf gaman að spjalla við þær! :) Svo var gerð smá rasía á baðherberginu og ólöglegum innflytjendum var hent út, þeir sem voru með stæla fóru niður í klósettið eða niðurfallið. Já það voru rykmaurarnir alræmdu sem fengu fyrir ferðina í nótt en frændur þeirra sem hafa numið land í hillum, á borðum og undir rúmum í herberginu okkar eiga vona á eftirlitskonunni í heimsókn fljótlega. Já há eftirlitskonan er að verða fullfrísk og þá er rykmauraletilífið búið, náið í græna passann því ef þið hafið engan þá verður ykkur hent út! :)
Jæja er farin að athuga með þvottavélina, hvort henni líði ekki ágætlega og sé tilbúin að æla út úr sér eins og einu laki og 2 koddaverum og svo ætla ég að leggja mig alveg bara pínu pons! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli