miðvikudagur, maí 14, 2003

...þá er það komið á hreint, ég er með einhverja sýkingu í hálsinum (streptokokka, held ég). Mældi mig í gær og var með 40,5 gráðu hita, stóð nú ekki alveg á sama og hringdi í pabba og svo mömmu (hún var í saumaklúbb) og þau sögðu mér að drífa mig að hringja til læknis. Ég talaði við hjúkrunarkonu í símann sem vildi fá mig upp á spítala svo ég hringdi í Jóhann og bað hann um að keyra mig þangað. Þar voru tekin allskonar próf sem voru rannsökuð í einum grænum og niðurstaðann var eins og áður er sagt hálssýking. Ég fékk einhver sýklalyf sem ég á að taka í 8 daga og á að vera í hálfgerðri einangrun í amk. 3 daga! Vonandi bara lagast þetta og verður ekkert meira vesen, er samt eitthvað svo týpískt ég að það verði meira vesen, ég er svo óheppin í svona málum! :( Sjitt ég er svo sveitt að það er eins og ég sé búin að vera í geðveikri brennsli í ræktinni í klukkutíma, ætli þetta virki ekki alveg jafn vel! ;) Jæja nóg af veikindablaðri í bili er farin að gera eitthvað gáfulegt eins og að fá mér ís eða horfa á barnatímann eða bara bæði, eitt gott við að vera veikur og það er að maður má borða hvað sem er hvernær sem er og þarf ekki að fá neitt samviskubit! :)

Engin ummæli: