fimmtudagur, maí 22, 2003

...fór út í dag og það var hreint út dagt æðislegt. Kom meira að segja smá rigning bara svona til að gleðja mig! :) Þurftum að fara í apótekið til að ná í lyf handa Gumma og þar tók ég auðvitað bækling um fästing svo ég viti hvernig á að bregðast við ef svona kvikindi ákveður að festa sig á mér eða mínum ástkæra. Ógeðsleg kvikindi, las margar greinar um þau á Aftonbladet og verð ég bara að segja að eftir þá lesningu var ég hálf paranoid og ákvað að ganga í níðþröngum latexfötum í allt sumar! Fórum líka í Commerce því ég ætlaði að fjárfesta í sokkabuxum, lélegasta fjárfesting sem til er því hún eyðileggst alltaf strax, en fann engar sem mér líkaði svo ég keypti mér belti í staðinn - góð skipti það, get kannski vafið beltinu um fæturnar á mér! ;) Var búið að langa í þetta belti í marga mánuði en það var alltaf bara til eitt sem var á gínu og ég einhvernveginn spurði aldrei neinn um það þannig að ég er voðalega glöð og ánægð í dag! Enda má ég vera það, keypti belti sem ég á eftir að nota sjaldan og er orðin frísk fyrir utan höfuðverkinn! :)

Ps. keypti líka áfengi því mér finnst ég eiga það skilið að fá að sulla aðeins um helgina eftir alla þessa hundleiðinlegu inniveru síðastliðnu marga marga marga daga! :)

Engin ummæli: