...Hæ hæ ég er loksins komin aftur!! :) Ætla samt að reyna að hafa þetta stutt því seinast þegar ég bloggaði, að sjálfsögðu langt og skemmtielgt blogg amk. að mínu mati, þá kom einhver villa og bloggið birtist ekki heldur bara hvarf!! :'( Gerði grín að heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð og ég veit ekki hvað og hvað og bara búmm það hvarf eins og dögg fyrir sólu!! :( Hef svo sem ekki gert mikið, búin að vera að drepast í maganum og er loksins búin að fara til læknis og Ísland ég er ekki í bráðri lífshættu!! :) Fór í Body Pump í gær og Box í dag og það var mjög gaman! Heyrði í foreldrum mínum í kvöld eins og venjan er á fimmtudagsköldum og það var mjög gaman!! Hvað hef ég gert meira?? Júbb hringdi í ömmu mína á laugardaginn og hún var geðveikt glöð svona eins og allir aðrir mundu verða ef ÉG mundi láta mér detta í hug að hringja í þau!! ;) Ó takk Sirrý, við erum ekki þess virði!! Hehehehehe Júbb eitt skemmtilegt gerðist og það var að hún Inga Hrefna ætlar að senda mér pakka! :) Ákvað bara ap nefna það hér svo hún fari ekkert að svíkjast um!! :)
Eitt sem ég verð að benda ykkur á og það er þessi síða . Inga Hrefna benti mér á hana og bara svo þið vitið það þá er hún ákveðin í að þetta sé tilvonandi eiginmaður hennar svo stelpur ekki reyna það einu sinni, Inga er bæði stór og sterk!!! Alla vegana skoðiði þetta í alvörunni, þessi síða bjargar alveg deginum hjá ykkur!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli