miðvikudagur, mars 05, 2003

...hérna kemur skipun til foreldra minna á Íslandi!!! Þið eigið að vorkenna mér því ég er lasin, er með hálsbólgu, hausverk, kjálkaverk og tannverk en sem betur fer engan tíðaverk þetta er nú alveg nóg af því góða eða slæma!!! Þannig að ég er bara búin að hanga heima í dag og kúra mig og var svo að pæjast á netinu (er hætt að nördast það er svo leiðinlegt!!) og talaði við Ingu Hrefnu og Hildi Jónu á msn-inu. Ótrúlegt en satt, við Hildur Jóna vorum að hittast í fyrsta skiptið á msn-inu síðan ég flutti hingað út í júlí!! Það var náttúrulega æðislegt að heyra í henni eftir svona langan tíma (Inga það var líka æði að heyra í þér :)!!). Svo voru líka 2 löng bréf frá Íslandi í inboxinu mínu þegar ég kíkti (aldrei leiðinlegt að fá bréf að heiman) og nú er bara að setjast niður einhvern næstu daga og byrja að pikka á fullu, ég skulda núna 3 bréf og eitt auka til mömmu!! :) Þannig að þó ég sé veik þá var þetta bara fínn dagur, vonandi kemst ég samt í skólann á morgun langar ekki að missa úr því það er hellingur að gera!! Ákvað að vera heima í dag svo ég verði ekki alveg veik því það var enginn fyrirlestur í dag bara svona handledning (stoðtími) sem er samt skilda, fannst bara betra að sleppa einum svoleiðis og geta mætt í málfræði fyrir nemendur með sænsku sem annað tungumál á morgun í staðinn og í venjulega málfræði á föstudaginn!! :) Ég gerði samt eitt nauðsynlegt í dag, ég fór í bað!! Nei, er að grínast fer nú ekki að eyða vatni í vitleysu!! ;) En ég fór til Ara og fékk að skanna inn bréfið sem við fengum frá Försäkringskassan um húsaleygubæturnar og sendi það svo til Möddu sem áframsendir þetta til mömmu sinnar á Íslandi sem er að skoða þetta mál fyrir okkur!! :) Gott að einhver er með sambönd því þetta virðist vera frekar snúið mál og mismunandi svör eftir hvert maður hringir!! :( En Möddumamma vinnur hjá Hallo Norden og kann á svona Svíafrekjur - hehehe - nei segji nú bara svona þeir eru ekkert verri en aðrir!! :) En ég sendi eilíft þakklæti til Möddumömmu fyrir að snúast svona fyrir okkur (veit að það er vinnan hennar en hún er samt góð!!).

Engin ummæli: