þriðjudagur, mars 11, 2003

...oj hvað ég er þreytt, var svo dugleg að rífa mig upp á rassgatinu og planta mér fyrir framan tölvuna rétt rúmlega klukkan 1300 í dag, eftir erfiða vökunótt og lítinn svefn!! Hehehehe :) Sat sem föstust við tölvuna í svolítinn tíma en sá þá að ég hafði fengið emil frá Kristínu sem vildi ólm að ég kæmi með sér í Power Strike í FeelGood. Ég ákvað að það gæti orðið hin mesta skemmtun, skellti mér í tuskurnar og arkaði út á bókasafn til að tilkynna honum það að Willy's ferðin ógurlega sem var ætlunin að fara í klukkan 1700 hafði verið flýtt um tvo og hálfan tíma og ekkert múður með það!! :) Við drifum okkur þangað og keyptum heil ósköp inn en borguðum lítið fyrir það að venju, matvöruverðið hér er ekkert líkt þessu Íslenska þetta eru ekki einu sinni fjarskyldir frændur!! ;) Þegar komið var heim hljóp Gummi aftur á bókasafnið því hann þolir ekki nærveru mína svona lengi nema annað okkar sé sofandi!! Ég fór aftur á móti að kanna huldu heima internetsins eða símaskránna réttara sagt því ég ætlaði að finna númerið hjá Kristínu því hún var ekki online á msn-inu. Þá ákvað blessaða internetið að það væri komin óþekktartími og bara harðneitaði að leyfa mér að skoða nema rétt forsíðurnar öllum síðunum sem ég prófaði, þarna varð svo loksins lukka á vegi mínum því Kristín kom online og við valhoppuðum saman í Power Strike svita, spark, kýla, slá tíma!! Þetta var sem sagt hinn ágætasti dagur og skulum við vona að morgundagurinn verði það líka þó það verði sennilega ekki mætt í ræktina sökum harðsperra sem ég hef ekki ennþá gefið tækifæri á að koma sér í burtu af kálfunum, lærunum og rassinum á mér og yfir á einhvern annan!!

Engin ummæli: